Ronaldo skoraði 2 í stórsigri á Verona Brasilíumaðurin, Ronaldo Luis Nazario de Lima oftast
aðeins kallaður Ronaldo er loksins kominn aftur eftir
löng meiðsli.

Á miðvikudaginn sl. (19. desember) tóku Inter menn á
móti Verona. Inter byrjaði betur og fyrsta markið kom á
19. mínútu en það skoraði markahrókurinn mikli,
Cristian Vieri. Það voru ekki skoruð fleiri mörk í
fyrri hálfleik svo Inter Milan fór með eins marks
forystu í leikhlé. Á 55. mínútu kom annað mark Inter en
það skoraði sjálfur, Ronaldo og aðeins 3 mínútum síðar
bætti hann öðru marki við og kom þar með Inter í 3-0!


Það var frábært að sjá Ronaldo spila loksins svona vel
en hann skoraði einnig mark fyrir Inter í 3-1 útisigri
þeirra á Brescia. Þeir eru núna í 1. sæti Seríu A en
Chievo á hinsvegar leik til góða.

Inter hefur staðið sig mjög vel á þessari leiktíð en
þeir hafa aðeins tapað 4 leikjum af 21 sem þeir hafa
spilað og Inter menn eru einnig með í UEFA keppninni.
Í UEFA keppninni er næsti leikur gegn AEK Athens sem
þeir eru staðráðnir í að sigra.