Hef ákveðið að starta myndaleik hérna á áhugamálinu.

Myndaleikurinn er nú ekki flókinn, þú sendir inn mynd, hún verður samþykkt, svo reyna hinir notendurnir að giska á hvaða leikmaður/þjálfari er á myndinni. Hann sem giskar á rétt, fær sjálfkrafa rétt á að velja næstu mynd. Ef þú hefur ekki áhuga á að senda inn mynd sjálfur, þá læturu bara vita að þú hafir ekki áhuga á að senda mynd inn og einhver annar getur þá gripið tækifærið. Ég mun þá samþykkja myndina sem fyrst kemur.

Þessi leikur kemur bara hingað á áhugamálið til að koma smá fjöri hingað inn, enda ekki mikið í gangi hérna. Þannig að ég vona að fólk taki bara vel í þennan leik og verði duglegt að giska og senda inn myndir.
Von um góð viðbrögð.
Purki.