Henry í þriggja leikja bann Franski leikmaður Arsenal, Thierre Henry á að höfði sér þriggja leikja bann fyrir að rífa kjaft við Graham Poll, dómara. Atvikið gerðist eftir leik Arsenal gegn Newcastle en Graham dæmdi þann leik.

Það eru flestir nokkuð sammála um það að Graham hafi verið mjög strangur á báða bóga í leiknum sem var í fyrradag. Hann gaf bæði, Raymond Parlour leikmanni Arsenal og Craig Bellamy úr Newcastle rautt spjald í leiknum og dæmdi í þokkabót víti á Sol Campbell en hann slapp vel.

Atvik líkt þessu hefur áður gerst fyrir Henry en hann fékk rautt spjald eftir að Panathinaikos sigraði Arsenal 1-0 í meistaradeildinni fyrir rúmu ári.

Arsenal er núna í 3. sæti deildarinnar og er Henry markahæsti leikmaður deildarinnar svo hann mun verða mikill missir. Arsenal hefur þó 3 góða sóknarmenn fyrir utan Henry en þeir eru: Sylwian Wiltord, Nwanko Kanu og Dennis Bergkamp.

Það er ekki vitað hvað fór á milli Henry og Graham Poll á þriðjudaginn og það mun að sjálfsögðu ekki vera gert opinbert.

kv. ari218