Argentínski þjálfarinn Daníel
Passarella var rekinn úr starfi
þjálfara ítalska liðsins Parma eftir
aðeins 5 deildarleiki við stjórnvölinn.
Þessir 5 leikir hafa allir tapast og er
Parma í næst neðsta sæti.

Einn af aðstoðarþjálfurum liðsins,
Gedeone Carmignani, mun taka við liðinu
til bráðabirgða. 3 af þessum 5
deildarleikjum sem Parma tapaði var
gegn bestu liðum deildarinnar Juventus,
Roma og Milan en 4-1 tap fyrir Atalanta
var of mikið fyrir stjórn félagsins.