Arsenal tók á móti newcastle á highbury í kvöld þessi leiku var með þeim bestu sem ég hef séð á þessari leiktið.
Arsenal byrjaði svoleiðis miklu betur í leiknum og Henry fór mjög illa með vörn Newcastle þrátt fyrir að hann hafi ekki skorað en hann átti frábæra fyrir gjöf sem varð af marki og það skoraði Robert Pires fyrir Arsenal 1-0.Svo drógst aftur til tíðinda á 44 min þegar Ray Parlor fekk að líta sitt annað gula spjald og fauk útaf. Newcastle voru heldur sterkari í seinni hálfleik enda manni fleiri en Þeir jöfnuðu á 60 min Þegar O'brien skoraði með skalla. Svo varð jafnt í liðunum þegar Bellamy fekk sitt annað gula spjald á 72 min Þá færðist gifuleg spenna í leikinn newcastle komst svo yfir á 82 min þegar Laurent Robert var feldur af Sol Campbell og hann var heppin að sleppa bara með gult spjald en Alan Shearer skoraði úr vítinu og kom Newcastle yfir. svo var ég að drepast ur spenningi þar til Robert tryggði sigurinn og toppsætið í deildinni með mark á loka mínutunum. Eins og ég segi Frábær leikur en Henry gætti fengið bann eða sekt vegna þess að hann var með einhverja stæla eftir leikinn við dómaran.