Enn agavandamál hjá Leeds? Loksins þegar David O´Leary sá fram á bjarta tíð með blóm í haga og að allir leikmennirnir hans myndu nú fara að haga sér eins og siðaðir menn þá tók óknyttastrákurinn Lee Bowyer upp á því að andmæla þeim refsingum sem liðið hefur lagt á hann, og hefur hann nú verið settur á sölulista.
Vegna dómsmálsins fræga yfir þeim Lee Bowyer og Jonathan Woodgate ákváðu stjórnendur hefur ímynd Leeds borið nokkurn skaðað og ákvað stjórn Leeds að refsa þeim báðum fyrir þá hegðun sem stjórnin kallar \“viðeignandi refsingar\”. Jonathan Woodgate fékk 8 vikulaunasekt og tilmæli um að bæði flytja til Leeds og vinna ötulega að góðgerðarmálum innan félagsins, og hann samþykkti það. Lee Bowyer aftur á móti sem var dæmdur saklaus í dómsmálinu fræga fékk 4 vikulaunasekt en hann hafði játað að hafa verið undir áhrifum áfengis þetta kvöld. Það gat hann ekki sætt sig við og er því kominn á sölulista.
Ætli við getum nú samt ekki búist við því að Bowyer kallinn beygi sig undir vilja stjórnarinnar, en ef ekki, hvaða lið ætli hafi áhuga á honum?