Leikurinn fór fram á Villa Park, heimavelli Aston Villa í gær. Fyrir leikinn var Aston Villa í 8. sæti deildarinnar með 24 stig en Ipswich var í neðsta sæti með aðeins 9 stig. Það var greinilegt að Ipswich þyrfti að fara að spila betri fótbolta en þeir hefðu gert.

Ipswich byrjaði leikinn betur og eftir að hafa verið meira með boltann skorar Finidi George fram hjá markverði Aston Villa og kemur Ipswich í 0-1. Það voru ekki fleiri mörk skoruð í fyrri hálfleik fyrr en á 43. mínútu. Það mark skoraði Juan Pablo Angel fyrir Aston Villa og jafnaði leikinn í 1-1. Þannig var staðan í hálfleik. Í seinni hálfleik komu Aston Villa menn sterkir inn. En það er bara eins og venjulega með Ipswich að þeir spila alltaf betur í fyrri hálfleik en seinni hálfleik. Aston Villa tókst loks að skora á 70. mínútu og aftur var það Kólubíumaðurinn Juan Pablo Angel sem skoraði. Mörkin í leiknum urðu ekki fleiri í þessum leik þannig að Aston Villa græddu 3 stig í gær en Ipswich sat eftir með sárt ennið.

Maður leiksins var tvímælalaust hinn 26 ára gamli Juan Pablo Angel en hann er markahæsti leikmaður Aston Villa á tímabilinu. Hann hefur nú skorað 6 mörk í 14 leikjum í deildinni. Hann lék áður með River Plate og það verður gaman að sjá hvernig hann á eftir að standa sig í framtíðinni.

Bæði Aston Villa og Ipswich eru í sömu sætum og þau voru í fyrir leikinn en þau eru, Aston Villa 8.sæti og Ipswich 20. og neðsta sæti.


kv. ari218