16 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu:


Schalke – Porto

Schalke kom á óvart í þýsku deildinni í fyrra og spennandi að sjá hvað þeir gera núna. Þeir lentu í 2 sæti í riðlinum sínum, 1 stigi á undan Rosenborg. Porto vann A-riðil og er langefst í portúgölsku deildinni. Porto vann Meistaradeildina 2004 en eftir það hafa þeir aldrei náð mjög langt í keppninni.
Porto ætti að komast áfram en það mun vera langt frá því að vera auðvelt.

Mín spá:
Schalke – Porto 1-1 Porto – Schalke 2-1


Liverpool – Inter

Liverpool lentu í óvæntu basli í riðlinum sínum meðan Inter vann sinn riðil með miklum yfirburðum. Inter er langefst í ítölsku deildinni en Liverpool í fjórða sæti í ensku deildinnni. Af þeirri tölfræði ætti maður að halda að Inter tæki þetta en Liverpool hefur komist tvisvar á þremur árum í úrslitaleikinn. Þessi lið hafa sjaldan keppt áður þannig erfitt að spá fyrir um úrslitin.

Mín spá:
Liverpool – Inter 2-1 Inter – Liverpool 2-1 Vítakeppni 4-3 fyrir Liverpool


Arsenal – Milan

Milan vann sinn riðil en Arsenal lenti í öðru sæti í sínum riðli, 2 stigum á eftir Sevilla. Arsenal er í öðru sæti í ensku deildinni, einu stigi á eftir Manchester United meðan Milan er í tólfta sæti í Ítölsku deildinni og hafa ekki enn unnið heimaleik á San Siro. Milan spilar frekar hægan bolta sem byggist mest á sterkum varnarleik og reynslumiklum leikmönnum. Arsenal spilar aftur á móti hraðan, skemmtilegan bolta með sóknarleikinn í fyrirrúmi. Ekki má gleyma að AC Milan eru bæði Evrópu- og heimsmeistarar og eru til alls líklegir.

Mín spá:
Arsenal – Milan 2-1 Milan – Arsenal 1-0


Olympiakos – Chelsea

Olympiakos er í öðru sæti í grísku deildinni og lentu þeir í öðru sæti í sínum riðli. Það mætti segja að Chelsea hafi verið nokkuð heppið með andstæðinga, en Chelsea sem er í öðru sæti í ensku deildinni og vann sinn riðil ætti að geta unnið þessa viðureign nokkuð auðveldlega.

Mín spá:
Chelsea – Olympiakos 4-1 Olympiakos – Chelsea 0 - 2



Roma - Real Madrid

Real Madrid er í fyrsta sæti í spænsku deildinni og vann sinn riðil. Roma er í öðru sæti í þeirri Ítölsku. Roma komst í 8 liða úrslit í fyrra eftir 7-1 skell á móti Manchester United en Real Madrid komst í 16 liða úrslit. Real Madrid eru sterkari á pappírnum en Roma gæti komið á óvart.

Mín spá:
Roma – Real Madrid 2-1 Real Madrid – Roma 3-0



Lyon - Manchester United

Manchester United vann sinn með miklum yfirburðum og er sem stendur á toppi ensku deildarinnar. Þeir komust í undanúrslit í fyrra og spennandi að sjá hvort þeir fara alla leið núna. Lyon hefur unnið frönsku deildina 6 ár í röð og lentu þeir í öðru sæti í riðli sínum með 3-0 stórsigri á Rangers. Ef Manchester spilar vel ættu þeir að vinna en Lyon er samt mjög gott fótboltalið.

Mín spá:
Lyon – Manchester United 1-1 Manchester United – Lyon 2-0


Fenerbahce – Sevilla

Fenerbahce kom á óvart með því að leggja Inter að velli í fyrstu umferð en liðið lenti í öðru sæti í sínum riðli. Sevilla kom á óvart með því að vinna H-riðil en liðinu gengur illa í spænsku deildinni og er í 8. sæti, 18 stigum á eftir toppliði Real Madrid. Sevilla er fremur sigurstranglegra en hérna getur allt gerst.

Mín spá:
Fenerbahce – Sevilla 1-2 Sevilla – Fenerbahce 2-1

Barcelona – Celtic

Barcelona unnu sinn riðil auðveldlega en Celtic lentu í öðru sæti í sínum riðli.
Barcelona sem hefur eitt besta sóknarlið í heimi ætti ekki að eiga í miklum vandræðum með Celtic en Celtic unnu Evrópu-og heimsmeistara AC Milan svo af hverju ættu þeir ekki að geta unnið Barcelona?

Mín spá:
Barcelona – Celtic 3-1 Celtic – Barcelona 0-0


Í stuttu máli, Liðin sem ég held að komist áfram eru: Liverpool, Porto, AC Milan, Chelsea, Sevilla, Manchester United, Real Madrid, Barcelona.