Sander Westerweld hefur skrifað samning við spænska liðið Real Sociedad til ársins 2005. Sociedad borgaði Liverpool 3 milljónir punda fyrir þennan markmann.

Í byrjun tímabilsins stóð Sander Westerweld sig illa með Liverpool og kom sér þannig upp á kannt við Gerard Houllier, þjálfara liðsins. Gerard stillti Pólska varamarkverðinum, Jerzy Dudek upp í einum leik og uppg´vötaði hvað hann var frábær markvörður. Dudek hefur verið hetja Liverpool alveg þangað til að þeir fengu skellinn á Stamford Bridge þar sem hann fékk 4 mörk á sig. EN 3 af þessum 4 mörkum komu eftir að Dudek varði og einhver leikmaður frá Chelsea kom og fylgdi á eftir. Markið hans Hasselbaink var það eina sem ekki kom upp úr því.

Í blaðaviðtali sagðist Sander Westerweld vera mjög ánægður með það að vera kominn til Real Sociedad. Hann sagði einnig að honum langaði að standa sig vel og hjálpa liðinu að færast upp töfluna.

Westerveld stóð sig frábærlega með Liverpool á síðustu tvem tímabilum en náði ekki sæti í byrjunarliði Hollenska landsliðsins. En nú er bara að sjá hvernig honum gengur suður á Spáni :)

kv. ari218