Þjálfari Fulham, Jean Tigana er hræddur um að verða rekinn eftir stórt 4-0 tap á móti Tottenham.

Tigana hefur þess vegna sagst ætla að fara í kauphugleiðingar um jólin. Það eru alveg rosalega margir leikmenn á óskalistanum hans en af þeim má nefna: Mohammed Al Fayed, Darren Anderton, David Beckham, Samuel Eto og Willy Sagnol.

Fyrir nústandandi tímabil keypti hann líka nokkra leikmenn en þeir eru: Edwin van der Sar, Jon Harley, Steve Marlet, Steed Malbranque, Sylvain Legwinski og Luis Boa Morte.

Fulham malaði ensku 1. deildina í fyrra og núna eru þeir í 10. sæti úrvalsdeildarinnar og það er Jean Tigana langt því frá að vera ánægður með.

Þeir sem hafa staðið sig best með Fulham í ár eru þeir, Hollenski markvörðurinn, Edwin van der Sar og framherjinn knái frá Frakklandi, Luis Saha sem lék áður með Newcastle og Metz.

Það sem hefur gengið illa hjá Fulham á þessu tímabili er að skora mörk. En vörnin og markmaðurinn hafa svo sannarlega staðið fyrir sínu. Í línuriti á, teamtalk stendur að það líði 90.mínútur á milli hvers amrks sem Fulham fær á sig en á móti kemur að það líða 90.mínútur að meðaltali þangað til þeir skora mark. Leikurinn á móti Tottenham hefur hinsvegar greinilega lækkað tímann á milli marka.

kv. ari218