Jæja, langþráð stund mun renna upp í janúar þegar Fernando Redondo fer að æfa og leika með AC Milan, í fyrsta skipti síðan hann kom til liðsins í ágúst 2000! Fljótlega eftir að hafa verið keyptur frá Real Madrid, hvar hann átti einstaklega glæstan feril (meðal annars valinn Champions League MVP), lenti hann í hrikalegum hnémeiðslum sem sumir töldu að hann myndi bara ekkert jafna sig af. En með þolinmæði virðist þetta ætla að hafast hjá honum og félagið hefur tilkynnt að hann hafi hægt og rólega verið að koma sér í form þannig að hann verði í þokkalegri æfingu almennt þegar hann má fara að láta reyna á hnéð af fullri hörku. Það var grátlegt þegar þessi magnaði leikmaður meiddist og því mikið fagnaðarefni að loks sjái fyrir endann á erfiðu tímabili hjá kappanum. Komi hann sér á flugið aftur eru I Rossoneri í góðum málum. Forza Milan!