Liverpool náði mikilvægum og glæsilegum heimasigri á Bestiktas á Anfield í gærkvöldi.

hér kemur smá svona syrpa af helstu andartökunum í leiknum: Það var auðsýnt snemma leiks að Peter Crouch ætlaði sér að nýta byrjunarliðssæti sitt til hins ítrasta. Hann var afar ákveðinn í öllum sínum aðgerðum líkt og þegar hann kom inná sem varamaður gegn Arsenal og Blackburn. Yossi Benayoun varð fyrstur til að ógna marki Besiktas að ráði þegar hann skaut í stöngina. Á 18. mínútu dró aftur til tíðinda. Crouch fékk óvænta stungu frá varnarmanni Besiktas. Fyrsta skot Crouch var varið en hann fylgdi vel á eftir og skoraði. 1-0! Fimm mínútum síðar lét hann aftur að sér kveða er glæsilegt utanfótarskot hans fór framhjá fjærstönginni.

Á 32. mínútu fékk Liverpool innkast er boltinn fór af Riise og útaf. Riise færði innkastið allavega tveimur metrum framar og kastaði boltann beint á Voronin sem var maður gegn manni á kantinum. Úkraínubúinn átti svo frábæra sendingu fyrir á Benayoun sem tók boltann niður og þrumaði boltanum í markið, 2-0!

Staðan var 2-0 í hálfleik og Liverpool var ekki líklegt til að lenda í vandræðum gegn Besiktas, sem ef þið skylduð hafa gleymt því, vann Liverpool 2-1 í Tyrklandi fyrir tveimur vikum síðan!

Liverpool byrjaði síðari hálfleik með látum. Þegar aðeins sjö mínútur voru liðnar sendi Voronin boltann á Riise sem gaf fyrir. Boltinn fór af varnarmanni og féll fyrir fætur Yossi Benayoun sem sendi boltann rakleitt í netið. 3-0! Einungis þremur mínútum síðar á Gerrard skot að marki beint úr aukaspyrnu sem markvörður Besiktas missir frá sér beint á “gamminn” Benayoun sem hirðir upp leifarnar eins og þrautreyndur markakóngur. 4-0! Ísraelsbúinn kominn með þrennu.

Það var hrein unun að sjá Liverpool spila og liðið óþekkjanlegt miðað við frammistöðu þess að undanförnu. Boltinn gekk greiðlega á milli manna og menn hugsuðu bara um að sækja og baráttan var gríðarleg. Allir vildu vera með í sókninni og Sami Hyypia var orðinn nánast fremsti maður á tímabili. Voronin var til stöðugra vandræða fyrir varnarmenn Besiktas. Hann var duglegur að hirða af þeim boltann og skapa fjölda færa fyrir samherja sína.

Voronin lagði upp mark fyrir Gerrard á 69. mínútu með nettri sendingu. Gerrard skaut af varnarmanni í netið. 5-0! Á 78. mínútu leit glæsilegasta mark leiksins dagsins ljós. Benayoun sem hafði vakið aðdáun með tækni sinni og markanefi allan leikinn lagði upp mark fyrir varamanninn Ryan Babel sem lagði boltann með hælnum í markið. 6-0! Babel var ekki hættur því einungis tveimur mínútum síðar hafði hann skorað sitt annað mark þó ákveðinn heppnissimpill hefði verið yfir því. Varnarmaður Besiktas dúndraði boltanum í Babel og boltinn fór í fallegum boga yfir markvörðinn. 7-0!

Sögulegt andartak átti sér stað á 83. mínútu. Bóbó litli í framlínu Besiktas átti skot á mark Liverpool. Þetta var fyrsta og eina skot Besiktas sem rataði á mark Liverpool allan leikinn. Liverpool óð í sókn í kjölfarið. Boltinn fyrir markið og Babel fær frían skalla fyrir opnu marki og gafst kostur á að skora þrennu á rúmum fimm mínútum! Boltinn lenti hins vegar í þverslánni. Liverpool hafði þó ekki sagt sitt síðasta orð. Menn vildu sjá Meistaradeildarmetið slegið og Rauði Herinn brást ekki sínum fylgjendum. Benayoun fékk boltann á 88. mínútu og sendi hann á Crouch sem skoraði. 8-0!

Dómarinn bætti þrettán sekúndum við leiktímann enda dauðvorkenndi hann áreiðanlega leikmönnum Besiktas sem voru vægast sagt kjöldregnir af kraftmiklum leikmönnum Liverpool sem vildu greinilega sanna mátt sinn og megin. Óheppileg tímasetning fyrir Besiktas að spila akkúrat gegn Liverpool núna og eflaust þurfa forráðamenn liðsins að splæsa í áfallahjálp handa sínum mönnum. Söguleg stund á Anfield og nú er lag að leika af krafti í deildinni og sækja að meistaratitlinum!

Liverpool: Reina, Aurelio (Babel 63), Hyypia, Carragher, Arbeloa, Riise, Mascherano, Gerrard (Lucas 72), Benayoun, Voronin (Kewell 72), Crouch.
Ónotaðir varamenn: Martin, Finnan, Torres, Kuyt.

Mörk: Crouch 19, Benayoun 32, 53, 56, Gerrard 69, Babel 79, 81, Crouch 89.

Besiktas: Arikan, Uzulmez, Toraman, Diatta, Kurtulus (Higuain 62), Sedef (Ricardinho 78), Cisse, Avci, Ozcan (Tandogan 46), Delgado, Bobo.
Ónotaðir varamenn: Rustu, Yozgatli, Kas, Karadeniz.

Áhorfendur: 41.142 og Sigfús nokkur Guttormsson fréttaritari liverpool.is. og fyrrverandi enskukennari minn:)

Maður leiksins: Yossi Benayoun. Hann sýndi þvílík tilþrif í leiknum og var vel að mörkunum þremur kominn. Hann er gæddur mikilli boltatækni og frábært að sjá hversu mikið vald hann hefur yfir knettinum!
Ef þú ert bla er ég líka bla og allir bara blaaa!!!