Inter, liðið mitt í ítölsku deildinni, ég held að þeir taki deildina, ef þeir ætla að spila svona áfram gera þeir það.

Ég var að horfa á leikinn í dag (9.desember. Brescia-Inter )og sá hvað Ronaldo og Vieri náðu vel saman sem framherjapar og auk þess er ekki amalegt að hafa annann sóknarmann eins og Kallon á bekknum, reyndar finnst mér að Inter mættu nú alveg losa sig við Ventola því þeir þurfa ekkert að nota hann, ef Vieri mundi meiðast þá hafa þeir Ronaldo 2, Adriano.

Hector Cuper er að gera alveg stórskemmtilegt lið úr Inter og vonandi kemmur þeirra fysti bikar í 10 ár og síðan eru tólf ár frá því þeir urðu ítalskir meistarar.

Milano liðin tvö held ég að verði sterkust í ár og enda þau í fyrstu tveimur sætinum, Juventus koma í þriðja sætinu og Lazio í því fjórða.

Chevio eiga eftir að lenda í fimmta sætinu og Parma í því sjötta.

En maður segir ekki bara svona en þetta er bara mín skoðun hvernig toppurinn verður í vor en Parma gætu kannski verið ofar ef þeir ná sér á gott skrið, spurning er hvort Passarella heldur út tímabilið sem stjóri Parma.

En ef þeir reka hann þá finnst mér líklegt að Terim taki við þeim.
Ja, þetta er bara mín skoðun en allt getur breyst…….