Eins og flestir vita þá verður leikur Íslands og Norður-Írlands í kvöld. Útsendingin byrjar kl. 19:30 og verður hann sýndur á RÚV. En fyrst má minnast á tap U21-landsliðs íslands á norður-írum í gær 5-2 þar sem þeir létu alveg fara með sig.

En hvað um það, hér er byrjunarliðið!

Markvörður: Birkir Kristinsson(ÍBV)
Hægri Bakvörður: Auðunn Helgason(Lokeren)
Vinstri Bakvörður: Arnar Þór Viðarsson(Lokeren)
Miðvörður: Eyjólfur Sverrisson(Hertha Berlin)
Miðvörður: Hermann Hreiðarsson(Ipswich)
Hægri Kanntmaður: Þórður Guðjónsson(Las Palmas)
Vinstri Kanntmaður: Heiðar Helguson(Watford)
Varnartengiliður: Brynjar Björn Gunnarsson(Stoke City)
Sóknartengiliður: Rúnar Kristinsson(Lilleström)
Framherji: Eiður Smári Guðjohnsen(Chelsea)
Framherji: Ríkhaður Daðason(Viking)

Eins og sést hér verður Hermann Hreiðarsson aftur í miðvarðarstöðunni, það var algjört kjaftæði að láta hann leika á vinstri kanntinum eins og gert var um helgina gegn Tékkum!