Obafemi Martins Sælt verið fólkið

Ég ætla hér að skrifa um Obafemi Martins, uppáhaldsleikmanninn minn.

Obafemi Martins eða Obafemi Akinwunmi Martins fæddist 28. Október 1984 í Lagos í Nígeríu.
Martins á tvo bræður sem eru líka í fótboltanum en þeir heita Oladipupo Olarotini Martins(eldri bróðir) sem leikur með FK Partizan í Serbíu. Yngri bróðir hans spilar í Nígeríu en hann heitir John Abiola Martins.

Það var bróðir Sunday Oliseh sem er Nígerskur landsliðsmaður sem fann Martins.
Árið 2000 var Martins lykilmaður í unglingaliði Reggina áður en Inter keypti hann á 750,000 evrur.
Eftir frábæra byrjun hjá unglingaliði þá spilaði Martins sinn fyrsta leik með Inter 18 ára á móti Bari í Coppa Italia.

Hraður, sterkur og vinnusamur, Obafemi Martins varð fljótt kallaður Obagoal. Það tók hann aðeins nokkra leiki áður en hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir Inter gegn Bayern Leverkusen í 2-0 sigri þar sem Emre skoraði hitt markið.
http://www.youtube.com/watch?v=u2XL2zQgDVE

Martins skoraði sitt fyrsta markið sitt fyrir Nígeríu gegn Írlandi þegar hann var 19 ára.
Martins skoraði 48 mörk fyrir Inter Milan áður en hann var keyptur til Newcastle United fyrir 10 milljónir punda.

Martins var kynntur fyrir Newcastle stuðningsmönnum í UEFA leik gegn FK Ventspils. Seinna sama dag var kynnt að hann tæki númer fyrrum hetja Newcastle Jackie Milburn og Alan Shearer.
Má meðal annars nefna að leikmenn eins og Les Ferdinand og Andy Cole spiluðu í treyju númer 9 fyrir Newcastle United.
Martins spilaði sinn fyrsta leik fyrir Newcastle gegn Aston Villa þegar þeir töpuðu 2-0 og meiddist hann í hnénu í þeim leik. Í næstu leikjum stóð Martins sig ágætlega en náði ekki að koma boltanum inn fyrr en hann skoraði seinna markið í 2-0 sigri á West Ham.
Þá byrjaði hann loksins að skora.

Í félagsskiptaglugganum í Janúar var Martins orðaður við Arsenal og Chelsea, en bæði Martins og Glen Roeder þjálfari Newcastle á þeim tíma neituðu báðir orðrómnum.
14 Janúar skoraði Obafemi Martins ótrúlegt mark á móti Tottenham. Þar hamraði hann boltanum óverjandi fram hjá Paul Robinsson af 20 metra færi.
Þetta skot var mælt 9 fastasta skot fótboltasögunnar sem mælst hefur. Sky Sport mældi það og var það á 135 km/klst.
http://www.youtube.com/watch?v=EJvM7ufWJdc&mode=related&search=
Martins skoraði 17 mörk á sínu fyrsta tímabili fyrir Newcastle og er strax orðinn einn af uppáhaldsleikmönnum Newcastle fanklúbbsins.
Martins hefur skorað 4 mörk í 7 leikjum á þessu tímabili. 4 mörk í 4 leikjum sem hann hefur byrjað inná. Meðal annars skoraði hann úr hjólhestaspyrnu á móti Bolton.
Martins hefur skorað 11 mörk í 14 leikjum fyrir Nígeríu.

Þá er þessari grein minni lokið um minn uppáhaldsleikmann Obafemi Martins

http://www.youtube.com/watch?v=ImN17TAZUrI

Davíð Daníelsson.

Vissir þú að:
Martins hefur hlupið 100 metrana á undir 11 sekúndum
Newcastle United!!!!!!