Chelsea hefur nýlega verið í umræðunum vegna Henk ten Cate. Þar áður var það brotthvaf Mourinho.
Í stað Mourinho kom persónulegi vinur Abramovich, Avram Grant, sem hafði fyrir aðeins þjálfað í Ísrael, félög og landslið. Núna bendir allt til þess að ten Cate, núna fyrrum þjálfari Ajax, fari og verði aðstoðarþjálfari Grant.
Af hverju fer maður frá því að vera knattspyrnustjóri Ajax í að vera aðstoðarþjálfari hjá öðru liði. Mín skoðun er að þetta sé einungis peningar eða peningatengt.
Af hverju var Avram Grant ráðinn sem arftaki Mourinho? Maður með titölulega reynlsu og ekkert sannað sig í boltanum. Jú hann er nú vinur Abramamovich og gæti það verið svo að hann Roman kallinn fái að stjórna liðinu meira en það var e-ð sem Mourinho sjálfur var ekki sáttur við.

Chelsea virðist draga græðgina fram í mönnum. Fyrir leiktímabilið 2006/2007 sagði John Terry að hann elskaði félagið og myndi aldrei fara. Núna í sumar var hann fúll yfir því að Ballack og Schevchenko væru með hæstu laun í deildinni, 120.000 pund á viku, og vildi fá meira, annars leitaði hann annað. Núna er Terry með 121.000 pund á viku en í staðinn er Frank Lampard fúll og hefur enn ekki samið.

Aðrir menn hafa farið til Chelsea vegna penings. T.d. Peter Kenyon sem stuttu eftir að hafa sagt “I'm a Man Utd supporter through and through” fór til Chelsea. Þessi maður talar líka um fótbolta sem vörumerki en ekki hreinlega fótbolta.
Frank Arnesen, yfirútsendari (head talent scout) hjá Chelsea, var aðstoðarþjálfari hjá Tottenham og var líklegur í aðalþjálfarstarfið eftir að Jaque Santini var rekinn. Hinsvegar ollu myndir af honum og Abramovich, á snekkju þann síðari nefnda, deilum og reiði yfirmanna hjá Tottenham sem svo sektuðu hann. Hann var svo seldur til Chelsea sem taldir eru hafa borgað frá 5-8m punda.

John Obi Mikel skrifaði undir samning hjá Man Utd eftir að þeir og Lyn höfðu komist að samkomulagi um kaupverð á kappanum. Stuttu fyrir brottför hans til Englands kemur Frank Arnesen til hans og allt í einu snýst Mikel hugur um að vilja ganga til liðs við Manchester liðið. Ekki nóg með það heldur flýr hann burt án þess að láta neinn vita og týnist.
Sagan endaði þannig að hann sneri aftur eftir þriggja mánaðar fjarveru og Chelsea þurftu að borga Lyn 4m punda (verð sem var upprunalega samið milli Lyn og Man Utd) og Man Utd 12m punda.

En nú spyr ég: Ef þú værir knattspyrnumaður með hæfileikana eða getuna til að spila meðal þeirra bestu, myndir þú velja Chelsea og há laun ásamt litlum spilatíma framyfir t.d. uppeldisfélagi þínu sem er ekki alslæmt eða lið annars staðar í Evrópu svipað í getu?
Veit að þetta er erfitt að geta fullyrt e-ð eitt svar en þetta er pæling.
“There's no such thing as stupid questions, just stupid people.”