Það var ekki mikill meistarabragur á spilamennskunni sem við sáum í gær hjá Juventus þegar liðið var gersigrað af Arsenal í CL. Sigur lundúnaliðsins var síst of stór og það var snilldarmarkvarsla Gigi Buffon sem kom í veg fyrir fleiri mörk. Hinir svart-röndóttu Juveleikmenn standa nú heldur betur undir gælunafni liðsins, “gamla konan”, enda léku þeir flestir eins og gigtveikar kellingar og Alex Del Piero sýndi enn og aftur að hann er í sérflokki innan liðsins. (Engan æsing - ég er bara að snúa aðeins uppá geirvörturnar á Juve-áhangendum, no offense ;)
En allavega, Edgar Davids lét víst hafa eftir sér eftir leikinn í gær að spennandi lið hefðu áhuga á sér og hann væri ákveðinn í að yfigefa liðið eftir þetta tímabil - jafnvel í janúar. Mestu munar þar um að Lippi hefur frekar viljað nota Igor Tudor og Davids er ósáttur við bekkjarsetuna. Þar sem það er óljóst með öllu hve mikið Lippi vill nota hann og í hvaða stöðu virðist “the Rottweiler” því hafa gert upp hug sinn og hyggur á brottför. Fínt mín vegna, sem held með AC Milan - Davids er einn besti maður Juventus.