Meistaradeild Evrópu 01-02 Meistaradeild Evrópu verður öll öðru megin að minni spá. Ég held að þetta verði bara spænskur sigur og ekkert annað vegna þess að þessi ungu ensku lið hafa bara einfaldlega enga reynslu í meistaradeildinni. Sjáum td. Liverpool, þetta er fyrsti veturinn hjá Owen í deildinni og líka fyrsti veturinn hjá Heskey og svo er Fowler farinn þannig að þetta er allskostar óreint lið. Man. Utd. hafa nokkrum sinnum komist í milliriðla í deildinni en ekki unnið en þeir hafa samt nokkra góða sem gætu sínt sig í deildinni miklu. Arsenal eru með marga franska leikmenn sem njóta sín best í pressunni en liðið hefur ekki unnið leik í milliriðlum. Þeim er spáð falli(komist ekki uppúr riðlinum). En samkvæmt spám er Liverpool líklegasta liðið til að geta eitthvað í meistaradeildinni þrátt fyrir ungt og óreint lið. Spænsku liðin Barcelona, Deportivo La Coronia og Real Madrid eru að mínu mati stærstu og líklegustu liðin til að komast uppúr sínum riðlum en hvað þýsku liðin varðar þá tel ég að Bayern Munchen sé lang sterkasta liðið frá þýskalandi, þrátt fyrir slæmt gengi í Den Bundes Liga. Eitt lið hefur komið mest á óvart, það er frá Grikklandi og heitir Panathinaikos. Þeir eru með svakalega ferskt lið og eiga mikla möguleika í meistaradeildinni.
Spá mín yfir þau lið sem komast uppúr sínum riðlum eru:

A-riðill: Manchester og Bayern
B-riðill: Liverpool og Barcelona
C-riðill: Panathinaikos og Real Madrid
D-riðill: Juventus og Deportivo

Sendið endilega ykkar álit á þessari grein!
Hrafnkell Sigurðsson (Chello)