Filippo Inzaghi, hinn sívinsæli framherji AC Milan, meiddist á hné í leik Milan og Chievo Verona eftir grjóthart samstuð við Cristiano Lupatelli, markvörð Chievo. Pippo verður frá í amk sex vikur skv. heimasíðu Milan, og er þá gert ráð fyrir að um tognun sé að ræða. Hafi hinsvegar liðbönd skaddast þarf hann í aðgerð og þá er ekki von á honum í aksjón aftur fyrr en eftir 3-4 mánuði. Þetta er áfall fyrir liðið, engin spurning, en “eins dauði er annars brauð” segir máltækið og nú er að sjá hvort Javi Moreno grípi ekki gæsina þegar hún gefst. Hann ætti að vera “1.st choice substitute” fyrir Pippo nema Ancelotti kjósi frekar að nota Marco Simone ?! En hver það verður sem reimar á sig skóna í staðinn fyrir Inzaghi þá skal sá hinn sami aldeilis standa sína plikt því það eru erfiðir leikir framundan.