Paul Scholes viðurkennir að hann hafi ekki enn náð að aðlagast breyttum leikstíl Manchester United, en hann ætlar sér að gera það.
Scholes hefur verið falið það hlutverk að styðja við bakið á hinum einmana framherja Ruud van Nistelrooy, en hefur einungis skorað eitt mark í deildinni á leiktíðinni, í 3-1 tapinu gegn Arsenal um seinustu helgi. Hann sagði að það væri hlutverk hans og Veron að hlaupa fram til að hjálpa Nistelroy. Þetta 4-4-1-1 kerfi Ferguson´s er alls ekki að virka og ég vona að hann breyti því fljótt og láti Ole Gunnar Solskjaer eða Andy Cole spila við hliðina á Nistelroy . Scholes sagði að hann skoraði allt og fá mörk og ætlaði að reyna að gera sitt besta til að bæta úr því.

Slæmt gengi Scholes er ein af ástæðunum fyrir slæmri byrjun Manchester á leiktíðinni þeir eru nú 5 sætum á eftir toppliði Liverpool sem á leik til góða. Liverpool hefur verið að spila frábærlega á þessari leiktíð og bendir því miður margt til þess að þeir verði Englandsmeistarar. En Scholes sagði að það væri nóg af stigum eftir í pottinum og Manchester myndi verða Englandsmeistari þótt Liverpool ynni leikinn sem þeir eiga til góða.