Næstu sunnudagar verða erfiðir fyrir rauðsvarta Mílanóliðið, svo ekki sé meira sagt. Carlo Ancelotti á von á að ganga í gegnum allnokkra eldraun í þremur næstu umferðum og verður spennandi að sjá hvernig liðinu gengur, nú þegar ákveðinn stöðugleiki virðist hafa náðst. Næstkomandi sunnudag (2. des) tekur Milan á móti spútnikliði Chievo Verona (sýndur beint á Sýn!)á Stadio Giuseppe Meazza, San Siro. Það verður mjög spennandi að sjá hvernig þessi leikur fer. Milan virðast komnir á beinu brautina, og það er langt síðan Chievo léku á móti stórliði í deildarkeppninni. Takið sunnudaginn frá, góðir hálsar.
Viku síðar verður svo sannarlega hátíð í bæ, því þá koma Juventus í heimsókn á San Siro. Leikir þessara liða eru jafngildi leikja Real Madrid og Barcelona í spænsku deildinni og þessi væntanlega enginn undantekning. Ancelotti blóðlangar eflaust að sýna Juve í tvo heimana eftir að hafa verið rekinn frá líðinu í vor.
Sunnudaginn 16. des leika Milan loks útileik á móti AS Roma og hitta þar fyrir gamla þjálfarann, Fabio Capello. Þetta verður líka áhugaverður leikur, ekki bara vegna þess að þarna eru tvö af toppliðunum í Serie A, heldur hafa margir haft á orði að leikstíll Milan eftir að Ancelotti kom, sé um margt svipaður leikstílnum sem var í gangi þegar Capello þjálfaði.
Nú er bara að spá til um úrslit, kæru bræður! Ég spái 2-0 sigri gegn Chievo, dramatískum 3-2 sigri gegn Juve (þar sem einhver spjöld fara á loft, óboj) og loks ætla ég að spá jafntefli á Stadio Olimpico í Róm; 1-1 í varnarleik. Forza Milan:)