Það hefur verið meira enn forvitnilegt að lesa um skoðanir manna um leik AFC og MU. Flestir benda á Fabian, aðrir kenna vörninni um og jafnvel Ferguson. Ég vill hins vegar meina að allt liðið hafi fokkað leiknum upp, því þeir létu spræka Gunners vaða yfir sig á öllum sviðum knattspyrnunar. Það sem lið af svona styrleikaflokki reyna að gera, er að reyna að ná völdum á miðjunni; til að geta sótt og einnig til að verjast. Það segir sig sjálft að lið sem er gott miðjuspil, losar um prssu á vörn og markmann. Manure náði aldrei neinu einasta miðjuspili einfaldlega vegna þess að P.Vieira vara að slátra þeim allann tímann. Þess vegna lá mjög á öftustu línu ManU og yfirleitt fara þá menn að gera mistök. Keane og Veron voru ömurlegir og mættu fara að athuga sinn gang. Ef Becks var með í leiknum, þá hlýtur hann að hafa verið afleitur því hann sást ekki.

Þess má svo að lokum nefna að þessi kenning um að ná völdum á miðlunni á ekki við um Liverpool, því þeir spila svokallaðann Kick and run bolta. Hann hefur gengið vel og ekkert yfir því að kvarta, nema hvað hann er rosalega leiðinlegur.