Grindvíkingar prúðir Grindvíkingar eiga möguleika á að hljóta sæti í UEFA-bikarnum í knattspyrnu næsta haust. Þeir verða fulltrúar Íslands í háttvísimati Knattspyrnusambands Evrópu sem úthlutar þremur sætum í UEFA-bikarnum til þjóða sem koma best út í matinu. Þar er farið eftir einkunnum eftirlitsmanna UEFA um háttvísi í landsleikjum og Evrópuleikjum félagsliða hjá viðkomandi þjóðum. Sú þjóð sem best kemur út í matinu fær eitt sætanna og um hin tvö er dregið á milli þeirra þjóða sem fá 8,0 í einkunn í matinu, eða hærra.

Knattspyrnusamband Íslands leggur mikla áherslu á háttvísi innan vallar sem utan. Fylkir fær Drago-styttuna sem prúðasta liðið í Símadeild karla annað árið í röð og Þór var prúðasta liðið í 1. deild karla. Breiðablik var prúðasta liðið í Símadeild kvenna, þriðja árið í röð!

Röð liðanna í hátvísismatinu:
1. Fylkir - 8,37
2. Grindavík - 8,28
3. Keflavík - 8,16
4. ÍBV - 8,04
5. ÍA - 8,01
6. FH - 7,97
7. Valur - 7,96
8. Fram - 7,94
9. KR - 7,81
10. Breiðablik - 7,77