Er Shay Given besti markvörður á Englandi í dag Kannski fynnast mönnum þetta vera ýkjur en pressan á Englandi fynna vart orð sem lýsa formi Given´s þessa dagana. Maðurinn sem kom Írlandi í HM2002 með frábærri markvörslu í leikjum þeirra við Íran á dögunum, (þar sem þjálfari Íranska liðsins ætlaði að hengja sig ef þeir töpuðu, en gerði ekki), hefur átt frábært tímabil með Newcastle! Það er óhætt að segja að hann á stóran þátt í góðri byrjun United manna og kórónaði hann framistöðu sína með því að verja víti frá Ravanelli um helgina.
Eins og staðan er núna þá eru fáir markmenn í Ensku deildinni sem standa sig jafn vel og hann þar sem apamaðurinn (Wright, Arsenal) er meiddur og Barthez er í eihverju rugli. Menn gætu nefnt Dúdda Pólska eða Schmeikel (2 í stafsetningu) en eru þeir nógu góðir…?