Núna er gaman að sjá Man Utd menn snúa sér í hringi og benda hver á annan til að varpa sökinni á næsta mann, svarið er ósköp einfalt, Man Utd liðið er ekki hungrað lengur. Allir leikmennirnir sem spila með þeim hafa lift feikimörgum dollum, auðvitað á maður eftir að líta til baka eftir einhver ár og hugsa hvað Man Utd var svakalega gott lið, á sínum tíma. Nú er einfaldlega komið að kaflaskiptum, eins og verða allta, Ajax eru td. ekki lengur einráðir í Hollandi, Rangers eru dottnir úr konungssætinu í Skotlandi og Milan hætti að safna titlum á Ítalíu. Það kemur alltaf að því að lið fær nóg, nema að rótering á leikmönnum sé rétt, og með réttu hugarfari. Sumir leikmenn Utd hafa verið þarna of lengi, sbr. Irwin, G. Neville, Scholes, Cole og fleiri. Liverpool er næst í röðinni að hirða bikarinn, ég er ekki að segja að þeir verði næstu drottnarar Evrópu, en þeir gætu orðið það, nú eru liðin á Englandi bara orðin sterkari en svo að eitt lið valti yfir deildina ár eftir ár.