Ætla að koma hér með eina litla grein um hvernig drauma hópurinn minn væri. Útskýra afhverju ég vel þá sem að ég vel og svona, allavega þá væri þetta hópurinn minn ef að ég gæti valið mér 23 manna hóp til að fara með í meistaradeildina og bara hvaða deild sem er :)

Markmenn
Gianluigi Buffon Talinn vera besti markmaður í heimi, spilar með Juventus á Ítalíu og hefur unnið marga titla með Juventus og ítalska landsliðinu. Merkilegasti titill hans hingað til var síðasta sumar þegar að hann varði mark Ítala og vann heimsmeistaratitilinn með þeim. Svo var hann einnig í 2.Sæti í kjöri um besta leikmann Evrópu árið 2006 á eftir Ítalanum Cannavaro.
Petr Cech Annar mjög frægur markmaður hér á ferð en þessi hérna ver mark Tékklands og Chelsea. Hann er oft orðaður sem maðurinn sem veitir Buffon mestu samkeppnina. Hann á fullt af metum í ensku deildinni vegna þess að hann hélt hreinu í yfir 1025min í röð sem jafngildir næstum 12 leikjum í röð, svo á hann einnig met í að halda hreinu meðal landsliða en þar eru mínúturnar rúmar 800. Cech hefur spilað meðal annars með Rennes, Sparta Prag og Chelsea
Sebastian Frey Hér er á ferð minna þekktur markvörður, samt vel þekktur bara ekki nærrum því jafn mikið og markmenn eins og Buffon, Kahn, Cech, Dida o.s.frv. Frey er 27 ára og hefur spilað með Cannes, Inter, Parma og nú spilar hann með Fiorentina. Hann hefur spilað nokkra landsleiki í marki frakka en ekki marga og hann hefur unnið ítalska bikarinn einu sinni með Parma.

Vinstri Bakverðir
Ashley Cole Hér er maður sem hefur alltaf spilað með stórveldinu Arsenal fyrir utan 1 tímabil sem hann var lánaður til Blackburn og í fyrra var hann seldur til erkifjandanna í Chelsea og Arsenal aðdáendur kalla hann oftar en ekki svikara. Hann er 27 ára og hefur gert garðinn frægan með Arsenal og enska landsliðinu, hann er mjög góður að verjast og að sækja enda er hann sóknarsinnaður bakvörður.
Fabio Grosso Heimsmeistarinn sjálfur, maðurinn sem að skoraði 2 merkilegustu mörk Ítala á HM og græddi þar að auki vítaspyrnu í stöðunni 0-0 gegn Ástralíu í 16liða úrslitum á 93.min. sem að Totti skoraði örugglega úr. Í undanúrslitunum á móti Þjóðverjum þá skoraði hann á 119min. í framlengingunni og í úrslitaleiknum á móti Frökkum skoraði hann úrslita vítið í vítaspyrnukeppninni svo að hann er álitinn guð á Ítalíu. Grosso er þrítugur og hefur gerði sig frægan með ítalska landsliðinu og eftir það var hann keyptur til Inter sem að voru rétt í þessu að selja hann til Lyon í Frakklandi.

Hægri Bakverðir
Torsten Frings Kraftmikill Þjóðverji sem að er mjög sóknarsinnaður og getur einnig spilað sem hægri kantari. Hann er 31 árs og spilar með. Hann hefur lent í 2.sæti og 3.sæti á HM (2002 og 2006) og 3.sæti í Confederations Cup. Hann spilar með Werder Bremen og hefur verið í liðum á borð við B.Dortmund og Bayern Munchen. Hann er þekktur fyrir frábærar aukaspyrnur og geðveik langskot eins og vinstri bakvörðurinn í þýska landsliðinu hann Lahm.
Gianluca Zambrotta Þessi Ítali getur spilað 5-6 stöður á vellinum eða vinstri bakvörð, miðvörð, hægri bakvörð, vinstri kantara, hægri kantara og jafnvel á miðri miðjunni. Zambrotta er einn sá allra besti og hefur unnið til fjölda verðlauna og helling af titlum. Hann er 30 ára og hefur unnið heimsmeistaratitilinn með Ítalíu, lent í 2.sæti á EM 2000, unnið 2svar Serie A á Ítalíu og unnið 2svar ítalska bikarinn. Hann hefur spilað með Como, Bari, Juventus og spilar nú með risunum í Barcelona og er þar í samkeppni um sæti við menn á borð við Thuram, Puyol og Abidal.

Miðverðir
Marco Materazzi Enn einn Ítalinn, hvað get ég sagt…þeir eru með hreint út sagt frábæra varnarmenn og ég ætla að sleppa honum Alessandro Nesta til þess að þetta verði ekki ítalska landsliðið með nokkrum útlendingum í. En já Materazzi er stór miðvörður þekktur fyrir að vera grófur, harður og síðast en alls ekki síst fyrir að hafa verið skallaður af Zinedine Zidan. Hann tapar næstum aldrei skallabolta og hefur skorað oftar en flestir sóknarmenn úr skalla eftir aukaspyrnur eða hornspyrnur. Hann skoraði einmitt úr skalla og jafnaði metinn í úrslitaleik HM 2006. Materazzi hefur spilað með Everton(þar sem að hann var rekinn af velli í 3 leikjum af 27), Perugia og svo loks Inter. Hann spilar með Inter núna og er fastamaður í liði Inter og landsliði Ítala og er mjög mikilvægur hlekkur í báðum liðum.
Fabio Cannavaro Seinasti Ítalinn í bili en þessi maður leiddi ítalska landsliðið til sigurs á HM sem fyrirliði og aðal varnarmaður. Hann var lægsti maðurinn á vellinum en vann alla skallaboltanum með sínum ótrúlega stökkkrafti, hann minnti oftast á snöggan og lipran kött þegar að hann skaust á milli manna til að komast í skallabolta og stökk svo hæð sína 4sinnum og skallaði boltann. Cannavaro hefur unnið tvisvar U-21 árs Evrópukeppnina, UEFA Cup með Parma, spænsku deildina með Real Madrid, 3 ítalska bikara með Parma, 2.sæti á EM 2000 og 1.sæti á HM 2006. Svo hefur hann unnið gríðarlegan fjölda af einstaklingsverðlaunum eins og “Golden Ball 2006” og komst í heimsliðið 2006 og evrópuliðið 2000, svo vann hann “FIFA World Player Of The Year 2006” “World Soccer Player Of The Year 2006” “UEFA Team Of The Year 2006” “European Footballer Of The Year 2006” og fleiri titla
Kolo Toure Annar “All-Around Player” sem að getur spilað allar stöður í vörn og á miðju, og hefur spilað 1 leik með Arsenal í sókn. Hann kemur frá Fílabeinsströndinni í Afríku og er 26 ára gamall. Hann er þekktur fyrir að vera sterkur og hraður sem að er mjög sjaldgæft, hann hleypur svaðalega hratt og vinnur flesta skallabolta. Toure á tvo bræður sem spila atvinnumanna fótbolta og einn þeirra er með honum í landsliði Fílabeinsstrandamanna. Hann hefur unnið marga titla meðal annars; FA Cup tvisvar, FA Premiership, Carling Cup 2.sæti, Meistaradeildin 2.Sæti allt með Arsenal.
Rio Ferdinand Valið um 4 miðvörðinn var mjög erfitt því að margir top klassa leikmenn komu til greina eins og carragher, vidic, thuram, marquez, Terry, Carvalho, Chivu, Mexes o.s.frv. Ferdinand spilar með Englandsmeisturunum Manchester United og hefur staðið sig mjög vel með enska landsliðinu einnig, enda er hann fastamaður ef ekki lykilmaður í báðum liðum. Hann er 29 ára og hefur spilað með West Ham og Leeds áður en hann fór til Manchester. Hann hefur unnið ensku deildina tvisvar, League Cup einu sinni og hann var valinn í “PFA Team Of The Year 2006”

Vinstri Kantarar
Ronaldinho Þennan ættu allir að kannast við svo að ég ætla að spara ykkur allt þetta um verðlaun og blabla, þessi drengur er einfaldlega algjör snillingur og ég set hann sem vinstri kantara hjá mér vegna þess að mér finnst hann hæfa þeirri stöðu lang best. Hann er svo hraður og teknískur að það er varla hægt að stoppa hann ef þú ert ekki Puyol, Toure eða Superman. Aukaspyrnurnar hans eru galdrar, sendingarnar og skotin hans eru einnig galdrar, það hvernig hann labbar framhjá varnarmönnum eru galdrar. Hann er með óraunverulega tækni, það hefur enginn maður með jafn góða tækni og hann verið uppi frá upphafi fótboltans.
Lionel Messi Ég set Messi hér útaf sömu ástæðum og Ronaldinho, Messi er 20 ára og spilar með Barcelona ásamt Ronaldinho og vanalega eru þeir settir sitthvoru megin á völlinn (einn hægri kant/hægri framherji/hægri kantframherji og hinn vinstri) til að koma með eldsnöggar og teknískar sóknir frá báðum köntum. Messi er argentískur en Ronaldinho er brasilískur. Messi er mjög góður að taka aukaspyrnur og er kallaður hinn nýi Maradona. Hann vann “golden boot” “golden boy” og “golden ball” árið 2005 eftir að hann sýndi allt sem að í honum bjó á U-20 ára heimsmeistaramóti árið 2005. Annars hefur hann unnið spænsku deildina, meistaradeildina, fullt af bikurum og U-20 ára heimsmeistarakeppnina með Argentínu

Hægri Kantarar
Cristiano Ronaldo 22 ára Portúgali sem allir þekkja vegna snilldar hans með og án boltans. Hann og Ronaldinho eru ekki mjög ósvipaðir leikmenn og það er oft verið að þræta um það hvor er betri en mín skoðun er að þeir séu báðir betri en hvor annar á sinn hátt. Cristiano Ronaldo hefur unnið marga titla eins og Maður leiktíðarinnar í enska boltanum, maður mánaðarins í enska boltanum, besti portúgalski fótboltamaður ársins og marga marga marga fleiri. Hann hefur spilað með Sporting Club de Portugal og Manchester United og var keyptur á £12.24m. Hann er mjög sókndjarfur og er óhræddur við að taka menn á og er með rosalega góðar og nákvæmar sendingar og aukaspyrnur, svo ef að hann sprettar þá ná honum mjög fáir ef ekki enginn.
Pavel Nedved Þessi er minna teknískur og minna hraður en Messi, Ronaldinho og Ronaldo en hann er betri á öðrum sviðum eins og hann er ekki jafn sókndjarfur og heldur kantinum betur vegna þess að hann er ekki búinn að hlaupa allan völlin með boltann sikk sakkandi framhjá svekktum andstæðingum. Hann er rosalega skotfastur og góður í aukaspyrnum og hefur mjög oft lent í 2.sæti í kjörum eins og “Besti knattspyrnumaður Evrópu” og “Besti erlendi knattspyrnumaðurinn á Ítalíu”. En hann hefur unnið mjög marga titla með Juventus og Lazio. Hann er þekktur fyrir að leggja mjög mikið á sig og vera mjög mikill “teamplayer”.

Miðjumenn
Lampard Sama og hjá Gerrard.
Gerrard SSS fyrir Skotfastur, Skriðtæklari og Stoðsendingarvél. Hann stjórnar miðjunni, óhræddur við það að tækla, óhræddur við það að dúndra boltanum langt fyrir utan teyg og skora, mjög góður teamplayer og er talinn einn besti miðjumaðurinn sem er að spila núna ásamt Lampard. Hann og lampard hafa unnið til ótal titla með Chelsea og Liverpool og enska landsliðinu og ótal einstaklingsverðlauna fyrir besti leikmaður deildarinnar eða besti leikmaður mótsins eða flestar stoðsendingar o.s.frv.
kaka Kaka, enn einn “latína” snillingurinn sem getur hlaupið einn upp völlinn með 3 manchester menn í sér allan tímann og skorað. Hann fær boltan og þá getur allt skeð, hann getur gert fullkomna sendingu, hann getur tekið á rás og hlaupið á 150km hraða, hann getur ákveðið að gera einhver trikk til að sóla þig eða bara allt í einu. Þessi leikmaður er 25 ára gamall og er í einu besta liði í öllum heiminum og í byrjunarliðinu. Það er erfitt að lýsa honum, þetta er maður sem að getur byrjað með boltann á miðju línunni, tekið á rás og komið rétt fyrir utan teyginn og skotið uppí samskeytin ef hann er ekki truflaður.
Fabregas Hérna var ég mjög mikið í erfiðleikum vegna þess að svo margir komu til greina, Gattuso, Pirlo, Rosicky, Carrick, Scholes, Deco o.s.frv. en ég ákvað að hafa Fabregas í endan vegna þess hversu góður hann er að lesa leikinn og sjá hvert á að senda boltann og senda hann svo fullkomlega þangað eins og Pirlo, nema hvað Pirlo er mikið eldri því að Fabregas er bara 20 ára og spilar strax með arsenal sem er talið 5 besta lið evrópu þrátt fyrir slakt gengi undanfarið. Hann er teknískur, góður að vinna boltann, kemur með gullnar sendingar, mjög skotfastur og skothittinn, góður að taka aukaspyrnur…þetta er uppskriftin af hinum fullkomna miðjumanni og Fabregas er nálægt því.

Framherjar[/i
Thierry Henry Ólýsanlegur
Wayne Rooney Rooney er írskur og er með fallegt rautt hár, fallegar rauðar freknur og er mjög skapvondur eins og flestir rauðhærðir Írar. En hann er einnig nautsterkur, eldfljótur og hestskotfastur (HEST???), hann er einfaldlega með 4 bestu sóknarmönnum alheimsins. Hann er ekki sérlega sterkur í skallaboltum en er mjög ákveðinn og með gríðarlegan baráttuvilja. hann er 22 ára og Manchester keyptu hann af Everton árið 2004 en þá var hann búinn að sanna hvers hann er megnugur.
Francesco Totti Fyrirliði Roma og allt liðið er byggt í kringum hann, hann getur gert hina ótrúlegustu hluti enda er hann einn besti sóknarmaður heimsins. Þýðir ekkert að segja ykkur hvað hann hefur unnið og hvað ekki vegna þess að það er alltaf þetta sama “heimsmeistaramót, evrópumót, deildin, deildabikar, leikmaður mánaðarins, leikmaður ársins og einstaka sinnum fifa world/european player of the year”
Didier Drogba Drogba er öðruvísi en hinir, hann er ekki sérlega hraður þó að hann sé ekkert hægur, hann er stór og stæðilegur og ekki einu sinni nashyrningur gæti hrint honum niður (þegar hann er ekki að leika sem að gerist nánast aldrei, alltaf grátandi á jörðinni). Hann fær boltan og það geta verið 3 menn í honum en hann heldur honum samt og bíður eftir vini, vinnur skallabolta og skorar því mikið með skalla og er gríðarlega skotfastur

Þetta er allt, takk fyrir mig !