Sá á Teamtalk að einhver gæi var að neita sögusögnum um 
að viðræður hefðu farið fram milli frammámanna í enska og 
skoska boltanum um tvískipta úrvalsdeild. Hugmyndin er tvær 
18-liða deildir (Premier first division og Premier second 
division) þar sem Rangers og Celtic myndu byrja í second 
division ásamt meirihlutanum af liðunum sem nú eru í ensku 
first division. 18-liða deildir myndu líka fækka leikjum aðeins, 
en mörgum finnst þétt leikjaprógramm vera orðið mikið 
vandamál. Deildirnar gætu litið út eitthvað svipað þessu (eftir 
t.d. tvö/þrjú ár):
Arsenal
Man Utd.
Chelsea
Liverpool
Leeds
Newcastle
Aston Villa
Fulham
West Ham
Wolves
Tottenham
Sunderland
Nottingham Forest
Bolton
Crystal Palace
Middlesborough
Ipswich
Coventry 
Celtic
Rangers
Norwich
Everton
QPR
Charlton
Leicester
Brighton
Stoke
Blackburn
Man City
Burnley
Millwall
Bradford
Sheff Wed
Southampton
Brentford
WBA
Undanfarið hefur mikið verið rætt um þann möguleika að færa 
Rangers og Celtic inn í enska fótboltann til að gefa þeim meiri 
möguleika á að spila við almennilega mótherja. Þetta eru 
ansi stór lið, eiginlega of stór fyrir skosku deildina. Þau hafa 
einokað skoska meistaratitilinn held ég síðan Aberdeen varð 
meistari undir Ferguson einhverntíma aftur í grárri forneskju. 
Margir hafa líka sagt að enska úrvalsdeildin myndi græða á 
að fá þessa klúbba inn þar sem þeir eru nokkuð ríkir, hafa 
mikinn fjölda stuðningsmanna á bak við sig, og 
Glasgow-derby leikirnir myndu krydda tímabilið verulega. Það 
væri gaman ef fólk léti í ljós skoðanir sínar á þessu - bæði 
hvort því finnist að hleypa eigi Rangers og Celtic inn í enska 
boltann, og hvað því finnist um hugmyndina um tvískipta 
úrvalsdeild.
                
              
              
              
               
        





