AC Milan verða ítalskir meistarar þessa leiktíðina vegna þess hve góðan hóp þeir eru með þetta árið Dida í markinu er allur að koma til og mun örugglega verða sterkur í vetur, og svo er Abbiati alltaf sterkur líka það verður gaman að sjá þá berjast um markvarðarstöðuna. Svo eru varnarmennirnir Maldini, Chamot, Costacurta og Helveg allir að springa af reynslu en því miður allir að komast á þrítugs aldurinn.
Síðan er það miðjan sem er skipuð af þeim Gattuso og Ambrosini sem voru með ítalska landsliðinu á ÓL, og eru þeir Boban, Albertini, De Acentis, Serginho og mér finnst alltaf að það sem er mjög sterkt við liðið er baráttan á miðjunni og alltaf gaman að sjá hana(ég er örugglega að gleyma einhverjum, ef svo er segið mér það þá með því að senda álit). Síðan er það sóknin sem er mjög sterk og er skipuð Andreiy Shvchenko(sem mun verða markakóngur seria A) og síðan Bierhoff(sem á kannski ekki heima í liðinu en skoraði þó flott mark á móti Barcelona) þeir eiga líka José Marí sem þeir keyptu af Atletico Madrid en hefur ekki fengið að spreyta sig nóg af mínu mati, en svo er það Gianni Comandini sem spilaði með Vicenca á síðustu leiktíð og varð markakóngur seria B í fyrra ég tel að hann muni koma mjög sterkur inn á þessari leiktíð(þeir sem horfðu á Barcelona - AC Milan á sýn sáu hann koma inn á og skjóta í stöngina).
-