Hvað er í gangi? Henry er einn af bestu strikerum í Evrópu. Þar að auki hafa þeir Kanu, Wiltord, Bergkamp og Jeffers. Á miðjunni eru þeir með snillingana Pires og Vieira, ásamt gæjum eins og Ljungberg og van Bronckhorst. Tony Adams, Sol Campbell, Martin Keown, Ashley Cole, Matthew Upson og Lauren eru varla ónýtir varnarmenn. Seaman og Wright eru tveir af þremur landsliðsmarkvörðum Englands. Hvers vegna spilar þetta lið svona illa? Þeir virtust eins og dauðyfli á móti Deportivo í fyrri hálfleiknum og sóttu pínulítið í seinni hálfleik, bara af því að Deportivo slakaði á og dró sig til baka. Þar áður var það heppnisjafntefli við Spurs. Þar áður tap á heimavelli fyrir Charlton! Ég er Arsenal maður og ég er ekki sáttur við þetta. Með þessu áframhaldi verðum við ekki í Meistaradeildinni á næsta ári. Við höfum hæfileikamenn, en vantar vilja og taktík. Hefur Wenger eitthvað vit á taktík? Getur Adams sparkað viljann í menn? Þurfum við að skipta um þjálfara? Persónulega held ég að við þurfum að losna við Wenger, selja Henry, Vieira, Wiltord og Pires (og fá tonn af pening fyrir) og kaupa einhverja menn sem sameina hæfileika og baráttuþrek. Svo þurfum við þjálfara sem kemur í veg fyrir að leikmenn líti á fyrri hálfleik sem upphitun.