Einkennilegt Man.Utd Ég er búin að velta mikið fyrir mér hvað sé um að vera hjá Man. Utd. Annaðhvort er Alex Ferguson svona hroðalega hrokafullur eða eitthvað mikið er að hjá liðinu. Hann er aldrei að nota þennan svaka mannskap sem hann hefur yfir að ráða. Það er alltaf verið að spila með eitthvað varalið. Ég trúi því varla að áhangendurnir séu mjög ánægðir með þetta og í raun finnst mér þetta vanvirðing við alla þá stuðningsmenn sem eyða miklum peningum í að horfa á liðið ár hvert. Það var í byrjun bara Bikarkeppnin sem virtist ekki skipta Ferguson neinu máli og var nú talað um að hann sýndi keppninni vanvirðingu með þessu bulli. Núna er eins og Úrvalsdeildin skipti ekki máli heldur því oftar en ekki er verið að spila á þessum varamönnum en ekki hetjunum sem kostuðu svo mikið. Núna virðist það vera bara Evrópukeppnin sem blívar og skítt með allt hitt. Ég held líka að sú ákvörðun Ferguson að kaupa Bartez í markið hafi verði mistök. Bartez var að spila mjög vel og á heimsmælikvarða þegar Franska landsliðinu gekk sem best, en það hefur nákvæmlega EKKERT komið út úr honum í liði Man. Utd. Það er heldur að hann hafi verið liðinu til óþurftar en hitt. Þeir eiga marga góða markmenn á Englandi og ef þeim fannst þeir endilega þurfa að kaupa einn erlendis frá, því þá ekki að kaupa einn frá Ítalíu? Er ekki talið að þeir séu með bestu markmenn heims?
Ég er ekki Man.Utd fan en mér finnst þetta mikil vanvirðing við ykkur sem haldið með þeim bæði hér heima og erlendis.
Vonandi batnar ástandið hjá þeim, því mér finnst þeir flott lið.
Bomba