Andri hjá KR til áramóta
              
              
              
              Andri Sigþórsson, leikmaður KR, verður hjá félaginu til áramóta, eins og samningur hans segir til um.  Samningurinn var gerður á samningsform Knattspyrnusambandsins, KSÍ, og þar segir til um að hann sé laus allra mála frá KR 31. desember.  Andri hélt að hann væri laus frá KR strax í lok Íslandsmótsins, og skrifaði þá undir samning við austurríska félagið Salzburg.  KR lætur hins vegar Andra ekki af hendi fyrr en í lok ársins, nema þá gegn greiðslu.
                
              
              
              
              
             
        




