Eins og kunnugt er þá á Ísland að keppa á móti Tékklandi í undankeppni HM sem heldur verður í Kóreu. Liðskipan verður töluvert öðruvísi heldur en gegn dönum en hún er svona;

Markvörður: Birkir Kristinsson(ÍBV)
Hægri Bakvörður: Auðunn Helgason(Lokeren)
Vinstri Bakvörður: Sigurður Örn Jónsson(KR)
Miðvörður: Pétur Marteinsson(Stabæk)
Mivörður: Eyjólfur Sverrisson(Hertha Berlin) - Fyrirliði
Hægri Kanntmaður: Heiðar Helguson(Watford)
Vinstri Kanntmaður: Hermann Hreiðarsson(Ipswich Town)
Djúpur miðjumaður: Helgi Kolviðsson(Mainz)
Sóknarlegur miðjumaður: Rúnar Kristinsson(Lilleström)
Framherji: Eiður Smári Guðjohnsen(Chelsea)
Framherji: Ríkharður Daðason(Viking)

Þórður Guðjónsson mun byrja á varamannabekknum en mun með mestum líkindum koma eitthvað við sögu í síðari hálfleik. Kemur einnig á óvart að sjá Hermann Hreiðarsson á vinstri kannt en var það gert til að stoppa Karel Poborsky, einnig er þá Sigurður Örn Jónsson fyrir aftan hann á sama vængi.

Pétur Marteinsson fær það stóra, erfiða hlutverk að dekka Jan Koller sem er yfir 2 metrar á hæð.