Eins og ég greindi frá í gær þá hefði Michael Owen viljað fara frá Liverpool og leika á meginlandinu. Margir gáfu skít í grein mína vegna þess að ég orðaði með að ég væri ekki sáttur með Michael Owen hjá Liverpool, ef þetta hefur sært einhverja vill ég þá vinsamlegast biðja þá afsökunar.

Jæja, nóg af því, greint var enn og aftur í <b>The Mirror</b> fréttir með Michael Owen, knattspyrnurisarnir sterku Barcelona hyggjast borga 4,5 milljarða íslenskra króna fyrir hann og er það sama upphæð og Real Madrid greiddu fyrir Luis Figo þegar hann fór þangað frá Barcelona.

Reyndar líst mér ekkert illa á að fá 4,5 milljarða fyrir Owen(ef þú ert á móti áliti mínu, vinsamlegast EKKI koma með neitt skítkast þá) enda er þá hægt að kaupa nóg af snjöllum leikmönnum þá til að styrkja hópinn okkar.