"breskir" í Ástralíu Ástralir og Frakkar gerðu 1-1 jafntefli á velli sem heitir Melbourne Cricket Ground í Ástralíu í dag. Bretar fylgdust grannt með enda 14 “breskir” leikmenn í Ástralíu að sparka. Einn leikmaður meiddist en það var Christophe Dugarry, Bourdouxmaður. Slasaður á hné eftir tæklingu frá Kevin Muscat, leikmanni Úlfanna, sem fékk aðeins gult og Frank Farina, þjálfari Ástrala, skipti honum umsvifalaust útaf. Annars var það Harry Kewell, Leedsari, sem var maður leiksins og var allt í öllu hjá Áströlum. Hann skoraði markið í fyrri hálfleik en David Trezequet jafnaði fljótlega í þeim seinni eftir að Pires og Dugarry höfðu spilað skemmtilega saman í gegnum áströlsku vörnina.
Mikael Silvestre var heppinn að fá ekki á sig víti í lokin eftir samskipti sín við John Aloisi, en slapp með skrekkinn.
Liðin:
Ástralía: Schwarzer; Muscat (Aloisi, 58), Moore, Murphy, Vidmar; Emerton, Okon (fyrirliði), Skoko (Bresciano, 74), Lazaridis; Kewell, Viduka.

Frakkland: Barthez; Karembeu, Leboeuf, Desailly (fyrirliði) (Silvestre, 83), Candela; Vieira, Makelele (Carriere, 66); Pires, Zidane (Boghossian, 81), Dugarry (Wiltord, 58); Trezeguet (Anelka, 66).