Aad de Mos, tækniráðgjafi hjá Mechelen, hefur verið rekinn úr þjálfaraliði hollenska landsliðsins eftir að hann réðst harkalega að Louis Van Gaal, þjálfara hollenska landsliðsins.

De Mos segir að það sé með ólíkindum að ekki sé búið að reka Van Gaal og kennir slæmu gengi landsliðsins alfarið á Van Gaal.

“Það hefði verið búið að reka alla aðra þjálfara fyrir löngu síðan - reyndar hefði verið búið að brenna þá til grunna.

”Það ber vott um slæma stjórnun hjá hollenska knattspyrnusambandinu að hafa Van Gaal enn við stjórnvölinn.

“Van Gaal hefur verið slæmur fyrir þjálfarasambandið, slæmur fyrir knattspyrnusambandið, slæmur fyrir ríkisstjórnina og slæmur fyrir landið. Holland hefur verið lítillækkað undir hans stjórn.

”Það er auðveldara að þjálfa landsliðsmennina okkar en Emmen (hollenskt 1. deildarlið), því þeir eru tilbúnir að hlusta á góðar taktískar ráðleggingar. En þegar þeir finna að það er ekki að gerast þá er ekki hægt að þjálfa þá. Þeir hafa þessa tilfinnigu gagnvart Van Gaal," sagði de Mos.

De Mos var umsvifalaust rekinn úr starfi fyrir alvarlegt agabrot.

Honum er væntanlega slétt sama.