di Vaio langar afur til Rómar Marco di Vaio segir að hann sé tilbúinn að fara aftur í gamla liðið sitt Lazio en heyst hefur að Daniel Passarella hyggist láta hann í skiptum fyrir Claudio Lopez.
Di Vaio er fæddur í Róm og hann spilaði sinn fyrsta landsleik gegn Marokkó í september. Hann hóf ferilinn með Lazio en náði aðeins að spila átta leiki á þremur og hálfu ári áður en hann fór til Verona og Bari þar sem hann var í láni frá 1996-97. Það var svo Zdenek Zeman sem seldi hann til Salernitana árið 1997 á 3 milljónir punda og þar fór di Vaio að gera góða hluti. Hann skoraði 32 mörk í 67 leikjum í Serie B en Parma keypti hann svo á 8,5 milljónir punda sumarið 1999 og var honum ætlað að vera varamaður fyrir Hernan Crespo og Amoroso.
Nú er það eina sem kemst að hjá framherjanum að sýna hvað hann getur áður en kemur að HM næsta sumar. “Þessi leiktíð mun gera gæfumuninn í keppni milli mín, Roberto Baggio, Vincenzo Montella og Marco Delvecchio,” sagði framherjinn