Ja, nú fer ég að verða hræddur! Skv. helstu netmiðlum er Florentino Perez, hinn kaupglaði forseti Real Madrid, farinn að hrópa það út að næsta sumar muni hann festa kaup á Andryi Shevchenko til að styrkja draumalið Real enn frekar. Ekki nóg með það, hann ætlar líka að bæta Patrick Viera í safnið. Kannski líka Allesandro Nesta. Samt ekki slveg viss. En Sheva er forgangsmálið og það er hér sem ég verð smeykur. Auðvitað hrista einhverjir hausinn vantrúaðir - en það var líka tilfellið þegar hann lofaði að kaupa Figo og Zidane!! “Yeah sure” sögðu allir…og hvað gerðist?! Hann bara bauð svo mikinn pening að menn létu undan. Og Silvio Berlusconi er bissnesskall…..
Hvað sem því líður þá vona ég að SuperSheva fari hvergi, því betri franherji er ekki til í heiminum í dag. Hitt er annað mál að forráðamenn Milan yrðu flengdir inn að beini af áhangendunum ef þeir seldu Shevchenko. Ooooh, það má bara ekki gerast!