Þjálfarinn Cavasin hefur ekki náð að sýna snilli sína á undirbúningstímanum. Hann er búinn að prófa mennina sem eiga að koma í stað varnarmannanna Viali, Dainelli, Rullo og Pavone. Bruno Cirillo var fenginn að láni frá Inter en hann átti ömurlegt tímabil þar í fyrra. Hann verður áreiðanlega lengi að ná sér. Cavasin náði þó að halda markmanninum Chimenti á milli stanganna. Á miðjunni er nýi maðurinn Giacomazzi lofandi en hann kom frá Penarol fyrir 2,5 milljónir dollara. Hann er í landsliði Uruguay og þykir sérlega skapandi leikmaður. Menn vonast til að hann muni þjóna áhangendum á svipaðan hátt og framherjinn Lucarelli gerði.
Króatinn Vugrinec er orðinn aðal sóknarmaður liðsins. Það eru nokkrar líkur á að hann muni halda sínu striki án félaga síns. Hann er feikilega sterkur og getur skorað hvaðan sem er í teignum. Vonandi ná hann og Uruguayinn Chevanton vel saman. Það veltur mikið á að Cavasin takist að fá Suður-Ameríkumennina sína í gott stuð, ég held samt að þeir falli niður í seríu