Síðasta tímabil var merkilegt hjá Brescia sem slapp við fall, öðru fremur vegna frammistöðu Roberto Baggio. Liðið hefur virkað gott á undirbúningstímanum en féll svo út úr Intertoto keppninni með tapi fyrir PSG og Baggio var greinilega ekki kominn í formið. Hinn gamli þjálfari, Carlo Mazzone, sagði af sér í kjölfarið enda hafði forsetinn Corioni gagnrýnt taktíkina hans opinberkega. Dario Hubner er farinn úr sókninni en hann skoraði flest mörk liðsins á síðasta tímabili. Luca Toni kemur frá Vicenza og ætti að fylla skarð hans. Miðjan saknar Bachini og leikstjórnandans Andrea Pirlo sárlega en þeir Aimo Diana og hinn ungi varnarmaður Bonera eru þó enn til staðar en Lazio er að spá í þann síðarnefnda.
Baggio er enn hjartað og sálin í liðinu en stuðningsmennirnir hafa áhyggjur af því að breiddin sé ekki nægilega mikil. Ef Baggio heldur áfram að sýna töfrabrögð gæti liðið náð UEFA-sæti.
Baggio er samt búinn að ná sér á strik og er markahæstur í ítölsku
Mín spá er svona á mlli 10-15 sæti