Ég man ekki laveg hvaða ár en Parma var evrópumeistari bikarhafa á milli 97-98 held ég og unnu 3-0
Og höldum okkur að efninu!

Tanzi fjölskyldan seldi Buffon, Amoroso og Thuram fyrir vænar summur. Ekki hefur familían enn notað allan hagnaðinn en Frey kemur frá Inter til að fylla skarð Buffon og Djetou frá Monaco til að taka stöðu Thuram. Sóknarþátturinn er enn veikari en á síðasta tímabili.
Helstu kaupin voru samt þegar Nakata kom frá Roma og hann hefur leikið vel með Almeyda á undirbúningstímanum. Þá er búist við miklu af vængmanninum Marco Marchionni. Bitlaus sóknarleikur kom samt berlega í ljós þegar liðið tapaði fyrir Lille í forkeppni Meistaradeildarinnar. Milosevic hefur aldrei verið neitt sérstakur framherji og virðist vera lagnari við að laða til sín þjófa heldur en að setja mörk. Þá eru meiðsli Di Vaio ekki til að bæta úr skák.
Tanzi liðið seldi einnig Conceicao til Inter og þó hann hafi kannski aldrei sýnt sínar bestu hliðar með liðinu er slæmt að missa hann. Fjölskyldan hefur því selt helstu skrautfjaðrirnar á meðan keppinautarnir hafa verið að styrkjast. Þá fannst mörgum skrýtið að láta Laursen fara til Milan nokkrum dögum eftir að hann var keyptur. Ulivieri skortir reynslu í toppslagnum og hann þarf að vera fljótur að læra ef ekki á að missa af lestinni. Þar sem liðið skortir sóknarþunga og þarf svo að horfast í augu við hina öflugu leikmenn sem eru farnir má vart reikna með meiru en það verði í slagnum um UEFA sætin.