Lazio

Lazio vann Scudettoinn en hrundi þegar Svenni Göran hvarf á braut. Veron fékk sér ítalska fjölskyldu og Cragnotti sjálfur hótaði að fara. Þar með tóku nágrannarnir í Roma völdin í borginni. Hópurinn hjá Lazio virðist öflugur en því miður er enginn Nedved og enginn Juan Veron. Lazio björguðu sér með því að vinna FC Köbenhavn en það slæma við sigurinn var að Mihajlovic og Negro verða frá í fimm vikur. þeir gætu notað unglinginn Daniel Ola frá Ghana en hann verður að kaupa inn í vörnina.
Það var frábært að næla í Gaizka Mendieta en hann virðist þegar kunna vel við að leika með Stefano Fiore. Gaizka gæti reynst frábær fyrir Lopez og Crespo. Miðjan virðist sterkari en á síðasta tímabili.
Það er ólíklegt að Lazio vinni dolluna á þessu tímabili en ef liðið fær klassavarnarmann með Nesta gæti það farið langt. Lopez var frábær með Valencia og með Mendieta og Crespo er von til þess að sókn liðsins verði einhver sú flottasta í Evrópu.
Þess má geta að þeir léku á móti Bresica í dag og unnu 5-0 og crespo var með þrennu.