Hellas Verona
Það er Alberto Malesani sem ræður ríkjum hjá Verona en hann stýrði eitt sinn nágrannaliðinu Chievo sem eru núna á toppnum. Líkt og Chievo mun Verona stefna á að halda sæti sínu í deildinni. Það er slæmt að missa framherjann efnilega Emiliano Bonozzoli og varnarmanninn Martin Laursen og skörð þeirra verða vandfyllt. Yngri bróðir Fabios, Paolo Cannavaro fær nóg að gera í miðvarðarstöðunni og við hlið hans verður nýi maðurinn Marco Zanchi. Þá er búist við góðu frá Argentínumanninum Mauro Camoranesi en mjög skortir á að liðið virki sannfærandi.
Það er Rúmeninn Adrian Mutu sem á að sjá um mörkin en hann var alls ekki nægilega sterkur á síðasta tímabili.
Emiliano Salvetti hefur nú sína þriðju leiktíð með Verona og hann fær nú með sér fyrrum félaga sinn úr Parma, Johnnier Montano. Þessi ungi Kólumbíumaður þarf að sanna sig því hann er aðeins annar svertinginn í sögu félagsins. Hann er feikilega hæfileikaríkur en gæti fengið að kenna á kynþáttafordómunum.
Það eru margir sem telja að Malesani hafi ekki það sem þarf til að koma Verona á skrið. Hann hefur aldrei verið laginn við taktíkina en menn hafa hælt honum fyrir að kunna að koma drengjum sínum í rétta gírinn. Samt var það svo að þegar hann fór frá liði Parma fór framherjinn sem hann hafði enga trú á að blómstra.
Mín spá er að liðið lendi í 15 sæti