Meistararnir koma sprækir til leiks þrátt fyrir að Franco Sensi hafi eytt gríðarlegu fjármagni í að vinna Scudettoinn og því hafi peningar nú verið af skornum skammti. Liðin að norðan virðast hafa náð Roma að styrkleika og því verður erfitt að verja titilinn. Meiðsli Lassissi sýna að varnarleikurinn er visst vandamál og þjálfarinn Capello þarf að fá fleiri menn til að efla öftustu línu liðsins. Ekki er víst að hann fái nýja menn en fréttirnar frá stjórn félagsins breytast nærri því daglega svo enginn veit hvað mun gerast.
Roma er þrátt fyrir allt sigurstranglegasta liðið. Að minnsta kosti þar til lið Milan, Juve og Inter eru búin að sýna getu sína. Liðið er komið með nýjan Super-Cup í safnið og því er búist við miklu. Cassano hefur lofað að keppa við Totti og ljóst er að samkeppnin verður gríðarlega hörð.
Capello er með Batistuta og Montella fyrsta inn í sóknina en Delvecchio og Cassano geta skotið þeim skelk í bringu og hlaupið í skörð ef með þarf. Emerson og Tommasi verða áreiðanlega kjarninn á miðjunni og þeir Cafu og Candela hafa mikinn hraða og gefa liðinu góða vídd. Markmaðurinn Pelizzoli kom frá Atalanta en annars eru breytingarnar ekki miklar í varnarlínunni. Hópurinn er gríðarlega sterkur og ekki er víst að Roma komi einu sinni til með að sakna snillingsins Nakata.
Það er einna helst að varnarlínan sé áhyggjuefni en lið Roma hlýtur að verða við toppinn.
Þeir eru með 15 stig eftir 8 leiki og eru taplausir á heimavelli!