Fylkir tapaði titlinum vegna þess að þeir gerðu 5 jafntefli í sumar. Jafntefli á móti ÍBV, Leiftri, KR, Keflavík og Breiðablik. Síðan töpuðu þeir á móti ÍBV, KR og Grindavík. Þannig af 18 leikjum í deildinni þá unnu þeir aðeins 10.

Það eru allir að tala um það að Fylkir átti titilinn skilið og svo framvegis. Ég er allveg sammála því að Fylkir stóð sig mun betur í sumar en nokkur þorði að vona. En að þeir hafi átt titil skilið er víðs fjarri.

Fylkir náði ekki að vinna KR í sumar, ekki ÍBV og vann síðan annan leikinn á móti Grindavík og tapaði hinum.

Þetta segir mér að Fylkir hafi verið að standa sig mjög vel á móti lakari liðum í deildinni en þegar kom að toppliðunum þá var ekkert púður til.

Það er vonandi að Fylkir nái að halda þessum standard sem búinn er að vera hjá þeim í sumar og komi með sterkt lið til keppni næsta ár.

Nóg í bili…

Xavie