Ég skirfaði þennan póst á spjallborð Liverpool.is vildi bara að hann færi hingað líka. Njótið

Nú þegar rúmur sólahringur er eftir af árinu 2006 er rétt að gera það upp leikmannlega séð.
Ég ætla að fara yfir flesta leikmenn liðsins sem hafa leikið eitthvað af viti á árinu 2006. Að sjálfsögðu er þessi listi ekki fullkominn og þið eflaust ósammála mér um margt, en svoleiðis er það bara. Ég byrja á markverðinum okkar og fer svo í varnamenn og svo koll af kolli.
Gott að fá comment frá ykkur að lestri loknum.
Reina: Jóse Reina kom til Liverpool fyrir tímabilið 2005-2006. Hann lék vel með Liverpool allt sitt fyrsta tímabil og hélt oftast hreinu af öllum markvörðum úrvaldsdeildarinnar. Svo ekki sé minnst á ævintýralega markvörslu hans undir lok leiksins á móti West Ham í bikarnum. Hann var svo kóngur í vítaspyrnukeppni á móti West Ham og vann hana fyrir okkur. Á yfirstandandi tímabili átti Reina erfitt uppdráttar. Hann fékk á sig mörk og náði ekki að að halda hreinu. Margir vildu hann út úr liðinu og þar á meðal ég, en Rafa hélt trausti við hann og ég held að það hafi verið rétt hjá honum. Reina fór að halda hreinu aftur og 8 leikir í röð lágu. Fékk loks á sig mark í leiknum gegn Bburn á öðrum degi jóla. Hann hélt aftur hreinu í síðasta leik ársins og vonandi að það sé upphaf af einhverri annnarri hrinu sem hann heldur hreinu í.

Finnan: Steve Finnan var á þessu ári einn stöðugasti leikmaður Liverpool. Hann stóð alltaf fyrir sínu og gerði engin mistök. Þá var hann oft á tíðum sprækur að sækja upp hægri kantinn. Finnan fékk nýja samkeppni í janúar þegar Jan Kronkamp var keyptur en flestur sáu stax að Finnan var miklu betri en þessi leikmaður og því skynsamlegra að nota hann. Finnan er enþá traustur og stendur fyrir sínu en spurning er samt hvort það sé ekki svolítið hættulegt að vera ekki með varamann fyrir hann ef hann meiðist. Talið er að Neill verði keyptur í janúar og tel ég það fínt að fá svona góða samkeppni við hann. Neill er nú fyrirliði Bburn.

Riise: John Arne Riise er leikmaður í Liverpool sem er mikið deilt um. Hann stendur oftast nær fyrir sínu og á það til að koma með bombur af 30 metra færum og klára leiki saman ber Man City á seinustu leiktíð. Riise skoraði þá 4 mörk og komu 3 í FA bikarkeppni. Á þessari leiktíð hefur hann skorað eitt mark í deild og þá setti hann eitt mikilvægt mark á móti Chelsea í samfélgsskjaldarleiknum. Meiðsli í byrjun tímabils settu strik í reikninginn hjá honum en hann hefur annars verið lítið frá hjá Liverpool. Riise hefur samt ekki verið eins traustur á þessari leiktíð og á þeirri síðust. Hann hefur gert mistök og kannski það sé lélegum og lötum vinstri kantmönnum að kenna. Það var þó allt annað að sjá til hans í dag. Hann var góður og vonandi að hann verði enn betir í næstu leikjum.

Carra: Jamie Carragher er einn besti leikmaður Liverpool. Hann er kóngur í ríki sínu í vörn liðsins og hefur átt nokkuð gott ár þótt það sé ekki jafngott og árið 2005. Hann hefur alltaf reynst Liverpool vel og er sjaldan betri en þegar mikið liggur við. Hann skoraði fyrsta mark sitt í deildinni í 8 ár gegn Fulham og það er eitthvað sem maður vill sjá oftar frá honum. Carra skoraði eitt sjálfsmark á árinu 2006 og hefði það getað orði dýrkeypt í úrslitaleiknum gegn West Ham og kom þeim í 1-0. Carra var eins og flestir leikmenn Liverpool frekar lélegur í fyrstu leikjum þessa tímabils hann missti því sæti sitt til Danans unga. Á tímabili voru eiginlega bara leikmenn frá Norðulöndum í vörn Liverpool. Carra hefur nú fundið sitt gamla form aftur og er byrjaður að skalla bolta í burtu aftur af miklum eldmóð.

Agger: Daniel Agger var leikmaður sem Liverpool keypti í byrjun janúar. Hann lék ekki nema 4 leiki á síðustu leiktíð og voru þeir allir í deildinni. Á þessari leiktíð hefur hann að mestu leiti tekið við af Hyypia og staðið vaktina við hlið Carra vel. Hann er enn mjög ungur og er því til alls líklegur á nýju ári.

Hyypia: Sami Hyypia er í raun kominn í dýrðlingatölu hjá stuðingsmönnum Liverpool fyrir framlag sitt til klúbbsins. Á síðustu leiktíð fór maður samt að sjá að það færi að vanta arftaka fyrir Hyypia. Enda var hann orðinn of hægur á köflum. Hann stendur samt yfirleitt fyrir sínu. Hyypia hefur leikið 19 leiki á þessari leiktíð. Hann tók vítaspyrnu í úrslitaleiknum á móti West Ham í vítaspyrnukeppninni, en spyrnan fór forgörðum. Hyypia verður alltaf í dýrðlingatölu hjá Liverpool en það er spurning hvort þetta tímabil sé jafnvel það síðasta hjá honum.

Garcia: Luis „litli“ Garcia er leikmaður Liverpool sem getur klárað leiki upp á sitt einsdæmi. Hann hefur verið svolítið slappur á þessu tímabili og stundum gangrýndur fyrir að nenna ekki að bakka og hjálpa Finnan. Garcia er samt sem áður einn besti skallamaður Liverpool og margir muna eftir marki hans geng Charlton. Hann skoraði líka mikilvægt mark í dag og tryggði sigurinn. Liverpool á margt Garcia að þakka og er hann því enn hjá Lvierpool. Ég tel Garcia verða lykilmann í leiknum gegn Barcelona.

Speedy: Mark Gonzale kom loksins til Liverpool fyrir þessa leiktíð eftir að atvinnuleyfi fékkst. Hann er rosalega fljótur og fékk því viðurnefið Speedy. Liverpool þarf á hraða hans að halda og hefur hann einnig sýnt að hann getur skorað úr aukaspyrnum. Hann má samt bæta leikskilning sinn og held ég að hann eigi eftir að verða betri seinni hluta tímabiilsins.

Pennant: Jermaine Pennant er leikmaður sem átti flesta crossa á síðustu leiktíð. Það er samt með ólíkindum hvað hann er búinn að vera slappur. Það sem ég hef að segja um Pennant er það að hann var ekki nógu góður fyrir Arsenal og á því ekkert erindi til Liverpool. Vonandi að hann geti þaggað niðri í mér en ég held samt sem áður að það gerist ekki.

Aurelio: Fabio Aurelio er leikmaður frá Barsilíu. Hann er fyrsti Brassinn sem leikur fyrir Liverpool og er það ágætur heiður fyrir hann. Hann kom til Liverpool fyrir þetta tímabil og hefur sýnt það að hann er meiri kantmaður en varnarmaður. Hann er gjörsamlega einfættur en getur samt komið góðum sendingum inn á teig. Hann virkilega slakur varnamaður og er ekki í Liverpool-klassa að mínu mati.

Zenden: Bolo Zenden var meiddur mest allt síðasta tímabil eftir að hafa byrjað vel. Hann kom svo sterkur inn á þessu tímabili. Rafa vildi nota hann á miðjunni en greinilegt er að hann finnur sig ekki þar. Hann var virkilega slakur en er ágætis kantmaður. Held samt að dagar hans hjá Liverpool séu svo gott sem taldir enda ofboðslega óheppinn með meiðsli.

Sissoko; Momo Sissoko kom til Liverpool í fyrra. Hann er arftaki Haman og á eftir að verða betri enda mjög ungur leikmaður. Það sem hann mætti helst bæta við leik sinn eru sendingar. Þar er hann enn alveg vonlaus og getur ekki gefið einföldustu sendingar. Einnig er hann ekkert sérstakur skotmaður en það þarf kannski ekki hjá varnasinnuðum miðjumanni. Ég vil helst ekki hafa hann í liðinu því það þýðir að Gerrard er á hægri kanti. Nú er hann meiddur, eftir að hafa farið úr axlalið og ég vona að hann nái Barcelona leiknum þar sem 5 verða á miðjunni. Það gæti orðið lykillinn að sigri Liverpool í leiknum. Annars á Sissoko eftir að þroskast mikið sem leikmaður og þá gæti hann orðið rosalega góður og verður örggulega einn af bestu varnasinnuðum miðjumönnum. Hann er ekki bestur eins og margir vilja segja en hann er góður og getur orðið miklu betri og þarf þá að bæta helst sendingar.

Xabi: Xabi Alonso er einn af betri leikmönnum Liverpool og ég held að enginn neiti því. Þetta ár var gott hjá honum og hefði getað orðið betra ef hann hefði ekki klúðrað fyrstu leikjum tímabilsins. Hann hefur þó skorað tvisvar fyrir aftan miðju á þessu ári og er það nokkuð góður árangur hjá honum! Hann var með betri mönnum Spánverja á HM. Annars held ég eins og allir vita að Xabi geti spilað miklu betur en hann hefur verið að gera að undanförnu. Hann hefur útsjónasemina og allt það og sendingagetu upp á 10. Ég held að ef hann kemst á skrið ásamt Gerrard þá standist fá lið Liverpool snúning.

Gerrard: Steve Gerrard hvar á maður að byrja? Maðurinn átti eitt sitt besta ár árið 2006. Maðurinn kláraði úrslitaleikinn gegn West Ham og er fyrirliði liðsins og ef hann spilar vel þá spilar Liverpool vel. Gerrard er rosalega mikilvægur hlekkur fyrir Liverpool. Hann var settur á kantinn og er búinn að vera mikið þar en augljóst er að hans staða sé mið miðja, þar á hann að vera Sissoko eða Xabi verða að víkja. Gerrard er frábær leikmaður og var kosinn leikmaður ensku deildarinar á síðustu leiktíð. Hann átti ágætis HM mót með Englendingum eða eins gott og hægt er því England spilaði illa. Held meira að segja að hann hafi verið einn markahæsti á HM.
Hann náði sér ekki á strik í byrjun tímabilsins en ég vil meina að það sé vegna þess að hann var á hægri kanti. Þegar hann fór á miðjuna byrjaði hann að standa sig og varð alveg frábær. Hefur verið nokkuð líkur gamla góða Gerrard að undanförnu. Ég er viss um að Gerrard getur spilað miklu betur enda verður hann að gera það svo bikarhillur verði áfram þéttsetnar. Gerrard verður aðlagur af ensku drottingu á morgun og fær hann MBE orðuna. MBE orðan er þriðja æðsta orðan sem Bretadrottning veitir og er þetta því mikill heiður fyrir hann.

Bellamy: Craig Bellamy er leikmaður sem hefur vaxið eftir að hann kom til Liverpool. Hann varð markhæstur leikmanna Bburn á síðust leiktíð og ætti því að geta gert einhverjar rósir á þessu tímabili. Hann hefur skorað mikið að undanförnu. Byrjaði 2. des. með 2 gegn Wigan síðan þá hafa komið nokkur mörk. Ég tel Bellamy einn mikilvægasta mann Liverpool um þessar mundir enda þarf einhvern til að skora mörkin.

Kuyt: Dirk Kuyt var leikmaður sem keyptur var fyrir tímabilið til Liverpool. Hann byrjaði vel og lofaði góðu. Hann hefur að undaförnu verið að spila vel, en ekki náð að skora. Hann skoraði síðast 2. des. (en hefur alltaf leiktið vel fyrir liðið - hljómar kunnuglega) Annars held ég að Kuyt eigi mikið inni og á hann að geta miklu meira. Hann var keyptur til að skora mörk og hann á að skila þeim. Hann er markhæstur hjá Liverpool í deildinni en hefur enn ekki skorað í öðrum keppnum.

Crouch: Peter Crouch er leikmaður sem margir stuðningsmenn Liverpool þola ekki. Hann var alltaf í liðinu í fyrra og fékk að spila held ég 30 leiki í röð án þess að skora, en spilaði alltaf vel fyrir liðið! Í ár hefur hann raðað inn mörkum en er alltaf settur á bekkinn ef hann skorar, en enginn skilur neitt í neinu. Ég held að Rafa ætti að gefa Crouch fleiri tækifæri. Hann verður hins vegar að nýta færin þegar þau gefast. Ég held að Crouch eigi eftir að nýtast vel á móti Barcelona ef hann verður ekki seldur í janúar. Það getur heldur enginn Liverpoolaðdáandi neitað því að hann skoraði eitt flottasta mark meistardeildinar í ár þegar hann tók klibbuna í markið og ég hélt að lappirnnar ætluð af honum. Ég vil að Rafa gefi honum fleiri færi.

Fowler: Robbie Fowler þarf einhver fleiri orð. Maðurinn er að sjálfsögðu goðsögn fyrir það sem hann gerði en það gerir hann ekki að góðum leikmanni í dag. Hann var ekki nógu góður fyrir City og á hann því tæknilega séð ekki að vera nógu góður fyrir Liverpool nema við teljum liði okkar verra en City. Alveg held ég að þið vitið flestir mína afstöðu til Fowler’s og því nenni ég ekki að skrifa meira um hann.

Að lokum vill ég þakka öllum sem lásu pistilinn frá mér.
Ég óska öllum gleðilegt nýtt ár og þakka fyrir spjallið á árinu sem er að líða.
Gleðilegt nýtt ár,
Kveðja Fuglinn.

Heimild Liverpool.is