Það var nóg að gera hjá aganefnd ítalska knattspyrnusambandsins í dag við það að sekta félög vegna hegðunar stuðningsmanna þeirra en ítalskir stuðningsmenn eru á góðri leið með að verða þeir alræmdustu í Evrópu.

Það kemur vafalítið fæstum á óvart að Lazio hafi verið sektað um 9000 dollara vegna stuðningsmanna þeirra en hinn öfgafulli stuðningsmannahópur Lazio lét blökkumenn liðs Bologna hafa það óþvegið um helgina.

Verona var sektað um 18.000 dollara þar sem stuðningsmenn þeirra opinberuðu fána á vellinum með mynd af hakakrossinum alræmda.

Svo fengu Lecce og Roma minni sektir vegna lítilsháttar slagsmála hjá stuðningsmönnum þeirra.

Óhætt að segja að það sé líf og fjör í ítalska boltanum þessa dagana.