17 stjórar reknir á níu vikum


Það væri synd að segja að knattspyrnustjórar á Englandi byggju við mikið atvinnuöryggi. Alls hafa 17 knattspyrnustjórar látið af störfum á fyrstu níu vikum keppnistímabilsins, þrír í úrvalsdeild, þrír í 1. deild, fjórir í 2. deild og sjö í 3. deild. Micky Adams, knattspyrnustjóri Brighton, hætti reyndar hjá félaginu til þess að taka við starfi aðstoðarmanns David Bassett hjá Leicester þannig að 16 stjórar hafa fengið að taka pokann sinn undanfarið.
Listi yfir knattspyrnustjórana:


Southampton: Stuart Gray út - Gordon Strachan að öllum líkindum inn
Derby: Jim Smith út - Colin Todd inn
Leicester: Peter Taylor út - Dave Bassett inn

1. deild
Sheffield Wednesday: Peter Shreeves út - Terry Yorath (tímabundið) inn
Birmingham: Trevor Francis út - Mick Mills og Jim Barron (tímabundið) inn
Coventry: Gordon Strachan út - Roland Nilsson inn

2. deild
Brighton: Micky Adams út - Peter Taylor inn
Northampton: Kevin Wilson út - Kevan Broadhurst (tímabundið) inn
Notts County: Jocky Scott út - Gary Brazil inn
Swindon: Andy King út - Roy Evans inn

3. deild
Wrexham: Brian Flynn út - Denis Smith inn
Exeter: Noel Blake út - John Cornforth (tímabundið) inn
Halifax: Paul Bracewell út - Alan Little inn
Leyton Orient: Tommy Taylor út - Paul Bush inn
Macclesfield: Gil Prescott út - Kein Keen inn
Southend: Dave Webb út - Rob Newman inn
Swansea: John Hollins út - Colin Addison inn