Liverpool og Benítez Nú skrifa ég þessa grein í mikilli sigurvímu eftir glæsilegann sigur Liverpool á Wigan Athletic nú fyrr í dag. Þrátt fyrir mörkin 4 voru leikmenn Liverpool hins vegar engann veginn að spila sinn besta leik á ferlinum, að Craig Bellamy hugsanlega undanskyldum.

Hvað var þá öðruvísi í dag? Heppnin. Já, heppnin hefur hreinlega ekki verið með strákunum í vetur, eins og sást greinilega í leiknum gegn Middlesbrough. Já og svo auðvitað makalaust lánleysi Wigan manna sem var fyrirmunað að koma boltanum í netið þrátt fyrir 3 færi sem að hreinlega verður að klára til að komast áfram í þessari deild.

Í dag sáum við forsmekkinn af því sem að Benítez er að reyna að byggja upp með Liverpool liðið. Sjáið bara fingraför mannsins á liði Valencia sem að hann reysti aftur til vegs og virðingar, með háleit markmið til framtíðarinnar. Síðasti leikmaðurinn sem að Rafa tryggði sér er hinn ungi og efnilegi Emiliano Insúa, sem að hann sér sem framtíðar vinstri bakvörð liðsins, sem eru gleðileg tíðindi þar sem að ég get ekki ímyndað mér að hinn annars ágæti John Arne Riise eldist ekki vel sem leikmaður.

Þrátt fyrir að nú sé klúbburinn töluvert langt á eftir Manchester United og Chelsea hef ég enn fulla trú á því að Liverpool verði meistari Úrvalsdeildarinnar nú í vor, og ef vel tekst til gætum við jafnvel slegið hinum sjóðandi heitu Lyon mönnum ref fyrir rass í meistaradeildinni og haft sigur úr bítum þar í ár.

Fyrir okkar ungu og efnilegu leikmönnum fer vanmetnasti leikmaður heims þessar mundir, Steven Gerrard. Vanmatið tel ég komið af því að þrátt fyrir stórkostleg afrek hans innan vallar, til að mynda í úrslitaleikjunum tveimur í Istanbúl og Cardiff, hefur hann ekki enn unnið til neinna af stóru verðlaunanna í knattspyrnu heiminum. Einnig þykir mér athugavert af Steve McClaren að tilnefna mann á borð við John Terry sem fyrirliða enska landsliðsins framfyrir Gerrard, sem að fyrir utan sína skrautlega grófu framkomu sína innan vallar, er helst þekktur fyrir afrek sín í drykkju og veðmálum utan hans.

Ef að spádómur minn um meistaratitil Liverpool þetta tímabilið rætist ekki, þá leyfi ég mér að fullyrða að næstu árin munu verða í eigu Liverpool, og aftur munum við sjá gullaldarárin þar sem að við fögnum efsta sæti enskrar knattspyrnu ár eftir ár.