Að því er fregnir frá Englandi herma eru ráðgjafar Davids Beckham, leikmanns Manchester United og fyrirliða enska landsliðsins, að undirbúa kröfu upp á 100 þúsund punda vikulaun (tæpar 15 milljónir) til handa kappanum sem lögð verður fram þegar viðræður milli aðilanna hefjast í næstu viku. Þó er ólíklegt að forráðamenn United taki slíkum kröfum þegjandi og hljóðalaust þrátt fyrir að fyrirliði liðsins Roy Keane hafi rúm 50 þúsund pund í vikulaun og Juan Seabstian Veron eitthvað enn hærra. Frábær frammistaða í síðustu leikjum hefur hins vegar ekki aðeins komið Beckham á stall með mönnum á borð við Luis Figo og Zinedine Zidane heldur hefur hún einnig fært honum öflugt vopn í samningþófinu.

Manchester United tilkynnti 22 milljóna punda hagnað í vikunni en þrátt fyrir það vill félagið halda í við sig í launamálum. Síðasta tilboð United til Beckhams hljóðaði upp á um 70 þúsund pund sem hefðu komið honum ansi vel og jafnvel á sama stað og Veron. Viðræður sigldu þó í strand þegar þar var komið við sögu - sumir sögðu vegna þess að Beckham vildi sjá hver kæmi í stað Sir Alex Ferguson - en nú eru menn bjartsýnir á að þeir 18 mánuðir sem eftir eru af samningi Beckham verði ekki hans síðustu hjá félaginu. Eitt er víst, hvernig svo sem fer, hvort sem Beckham verður áfram eða fer til Real Madrid, Barcelona, Lazio, Roma, AC Milan, Junvetus eða Bayern München, þá mun hann ekki svelta.


Fynst ykkur hann eiga það skilið að fá 15 milljónir á viku