
Gunnlaugur, sem er 27 ára, byrjaði að spila með meistaraflokki Skagamanna 1995 og varð fljótlega mikilvægur hlekkur í liðinu. Hann hefur aðeins skorað tvö mörk og leit það seinna dagsins ljós gegn Breiðabliki í sumar. Hann segist hafa mikinn áhuga á að spila í sterkari deild og ætlar að grípa gæsina ef hún gefst. Sögur hafa verið uppi um að Guðjón Þórðarsson og félagar í Stoke hafi áhuga á að fá Gunnlaug á Britannia. Gunnlaugur býr í Reykjavík og er í sambúð. Á gras.is var tekið viðtal við kappann og þar sýnir hann á sér hina hliðina. Ég tók nokkrar spurningar úr viðtalinu en ef þið viljið kíkja á það allt þá má finna það á www.gras.is.
<B> Besti skyndibitinn? </B>
“Tower borgarinn á KFC”
<B> Ertu hjátrúarfullur fyrir leiki? </B>
“Já, frekar, hef undirbúninginn mjög svipaðan fyrir alla leiki. Er í sömu nærbuxum og sokkum í hverjum leik. Ef leikur tapast þá er fyrst hugsað um hvað fór úrskeiðis í undirbúningnum.”
<B> Besta bíómyndin? </B>
“Silence of the lambs”
<B> Kemst Ísland einhvern tímann á HM? </B>
“Já, ég lifi í voninni að það takist innan 12 ára, en það þarf gríðarlega heppni með riðil og spilamennskan fullkomlega að ganga upp.”
<B> Á Guðni Bergsson að vera í landsliðinu? </B>
“Nei, ekki upp úr þessu, það er aðeins einn leikur eftir í þessari undankeppni og næsta keppni byrjar ekki fyrr en eftir ár og þá reikna ég með að hans skór séu komnir uppá hillu”
<B> Erfiðasti andstæðingur? </B>
“Það var alltaf skemmtilegt að spila gegn Rikka Daða og hann var krefjandi sérstaklega í loftinu, Gummi Ben og Bjarki með Einsa og Sissa á köntunum með KR ´99 er erfiðasta sóknarlína sem ég hef glímt við. Gríska tröllið Kacklamanus sem spilaði með Gent í fyrra var einnig mjög erfiður og fór ansi illa með mig.”
<B> Hvar sérðu þig eftir 15 ár? </B>
“Þá verð ég “freelance” knattspyrnuspekulant, með þáttinn “Spekingar spjalla” á SÝN einu sinni í viku…”
<B> Grófasti leikmaður deildarinnar? </B>
Þórhallur Hinriksson.
–
Ég þakka gras.is og Mogganum fyrir upplýsingarnar sem ég rændi frá þeim.